Innlent

Mikil ólga og óánægja meðal lögreglumanna

Sigríður Mogensen skrifar
Lögreglumenn hafa lýst því hversu mikið mótmælin í upphafi árs fengu á þá og fjölskyldur þeirra. Mynd/Pjetur
Lögreglumenn hafa lýst því hversu mikið mótmælin í upphafi árs fengu á þá og fjölskyldur þeirra. Mynd/Pjetur

Andrúmsloftið hjá lögreglunni er þrungið og mikil ólga og óánægja meðal þeirra segir formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir að skert þjónusta muni einkum bitna á minniháttar útköllum.

Lögreglumenn um allt land kolfelldu í gær kjarasamning, sem gerður var við ríkið í sumar og var hluti af svokölluðum stöðugleikasáttmála. Tæp 91 prósent kusu gegn samningnum.

Þetta þýðir að ríkið þarf að semja við lögregluna á nýjan leik.

Landssamband lögreglumanna harmar þá stöðu sem upp er komin en í ályktun frá sambandinu segir að lögreglumenn velti því nú alvarlega fyrir sér hvoru megin línunnar þeir muni standa, komi til annarrar búsáhaldabyltingar.

Einnig væri hægt að sjá fyrir sér að lögregla geti síður sinnt minniháttar árekstrum og öðru þvíumlíkt. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að neyðarútköllum sé að sjálfsögðu sinnt og verði sinnt áfram eftir fremsta megni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×