Enski boltinn

Cole baðst afsökunar

Ashley Cole í leik með enska landsliðinu.
Ashley Cole í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Ashley Cole, leikmaður Chelsea, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni er hann var handtekinn fyrir utan skemmtistað í Lundúnum í fyrrinótt.

Cole var færður í fangageymslur eftir að hann reif kjaft við lögreglumenn og var drukkinn á almannafæri. Hann var í kjölfarið sektaður.

Hann sagði í yfirlýsingu að hann hafi verið að taka út reiði sína á paparazzi-ljósmyndurum þegar hann reifst við lögreglumennina.

„Ég vil nota þetta tækifæri og biðja lögreglumennnina sem voru á vakt í gærkvöldi afsökunar á orðbragði mínu," sagði Cole í yfirlýsingunni sem birt var í gærkvöldi.

Hann sagði einnig að hann hefði neytt áfengis fyrr um kvöldið en að það hafði alls ekki verið í óhófi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×