Bankarnir óstarfhæfir 6. mars 2009 09:27 Úr myndasafni. Svandís Svavarsdóttir á tali við fjölmiðlafólk. Svandís Svavardóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar sé að snúa hjólum efnahagslífsins af stað með því að gera bankana algerlega starfhæfa. Að hennar mati eru þeir engan veginn starfhæfir. Virkir bankar séu nauðsynlegir fyrir fyrirtækin en fyrirtækin fyrir fólkið. ,,Starfhæfir bankar eru forsenda atvinnulífsins því þannig hafa fyrirtækin aðgengi að lánsfé, gjaldeyrisþjónustu og annari bankaþjónustu. Atvinna fyrir þúsundir einstaklinga byggir á því. Árangur á þessu sviði er því grundvöllur annarra aðgerða," segir Svandís í pistli á heimasíðu sinni.Áætlanir í samvinnu við sveitarfélög Svandís segir að flétta verði saman styrk Íslendinga í öllum greinum. Hvort heldur í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, umherfisvænni orku, ferðamennsku eða í grunnstoðum samfélagsins, velferð og menntun. ,,Við getum strax hafist handa og gert áætlanir með hverju einasta sveitarfélagi í landinu um forgangsröðun verkefna og sett mannfrek verkefni í forgang. Hvert einasta fyrirtæki í landinu getur gert slíkt hið sama. Það má gera með því að flétta saman félagslegt framtak og einkaframtak algerlega fordómalaust," segir Svandís.Ekki má tjalda til einnar nætur Svandís segir að skapa verði sérstakan vettvang ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins til að leggja upp í slíka áætlun. Vinnan þurfi að byggjast á forsendum jafnréttis og sjálfbærrar stefnu í ákvarðanatöku. ,,Ef við ýtum grænum sjónarmiðum og kvenfrelsissjónarmiðum til hliðar kemur það okkur í koll síðar." Svandís segir að við megum aldrei aftur falla í þá gildru að tjalda til einnar nætur. ,,Með öðrum orðum: Allar ákvarðanir verða að byggja á langtímasjónarmiðum." Pistil Svandísar er hægt að nálgast hér. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Svandís Svavardóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar sé að snúa hjólum efnahagslífsins af stað með því að gera bankana algerlega starfhæfa. Að hennar mati eru þeir engan veginn starfhæfir. Virkir bankar séu nauðsynlegir fyrir fyrirtækin en fyrirtækin fyrir fólkið. ,,Starfhæfir bankar eru forsenda atvinnulífsins því þannig hafa fyrirtækin aðgengi að lánsfé, gjaldeyrisþjónustu og annari bankaþjónustu. Atvinna fyrir þúsundir einstaklinga byggir á því. Árangur á þessu sviði er því grundvöllur annarra aðgerða," segir Svandís í pistli á heimasíðu sinni.Áætlanir í samvinnu við sveitarfélög Svandís segir að flétta verði saman styrk Íslendinga í öllum greinum. Hvort heldur í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, umherfisvænni orku, ferðamennsku eða í grunnstoðum samfélagsins, velferð og menntun. ,,Við getum strax hafist handa og gert áætlanir með hverju einasta sveitarfélagi í landinu um forgangsröðun verkefna og sett mannfrek verkefni í forgang. Hvert einasta fyrirtæki í landinu getur gert slíkt hið sama. Það má gera með því að flétta saman félagslegt framtak og einkaframtak algerlega fordómalaust," segir Svandís.Ekki má tjalda til einnar nætur Svandís segir að skapa verði sérstakan vettvang ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins til að leggja upp í slíka áætlun. Vinnan þurfi að byggjast á forsendum jafnréttis og sjálfbærrar stefnu í ákvarðanatöku. ,,Ef við ýtum grænum sjónarmiðum og kvenfrelsissjónarmiðum til hliðar kemur það okkur í koll síðar." Svandís segir að við megum aldrei aftur falla í þá gildru að tjalda til einnar nætur. ,,Með öðrum orðum: Allar ákvarðanir verða að byggja á langtímasjónarmiðum." Pistil Svandísar er hægt að nálgast hér.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira