Enski boltinn

Ronaldo er hrokagikkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United.
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Cristiano Ronaldo geti sjálfum sér um kennt fyrir að vera sparkaður niður af öðrum leikmönnum þar sem hann sé hrokafullur.

Wenger sagði einnig að leikmenn Manchester United nytu verndar dómara í meiri mæli en leikmenn annarra félaga.

„Ronaldo er dæmi um þetta. Stundum er hann hrokafullur og það ögrar öðrum leikmönnum - en það á líka stundum við um þann klassa sem hann er í."

Wenger sagði einnig að það væri frábær árangur hjá United að vinna fimm titla eins og liðið á möguleika á.

„En ég held að það sé ekki meira afrek en að komast taplaust í gegnum heilt tímabil. Það er ekki útilokað að United vinni fimm titla á tímabilinu en ég tel ekki að þeim muni takast það þar sem leikjaáætlunin er svo þétt í lok tímabilsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×