Ólína: Það er öllum sama hvernig maður spilar þegar að maður tapar Óskar Ófeigur Jónsson í Lahti skrifar 28. ágúst 2009 10:00 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir. Mynd/Stefán Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti mjög góðan leik á móti Norðmönnum í gær og var besti maður íslenska liðsins. Hún segir góða frammistöðu ekki skipta miklu þegar leikirnir tapast. „Þetta var stöngin út. Á heildina litið þá erum við ekkert óánægðar með frammistöðu liðsins þannig séð en það var ekki nóg til þess að vinna og þess vegna er maður svekktur. Það er öllum sama hvernig maður spilar þegar að maður tapar. Það eru úrslitin sem segja aðalsöguna," sagði Ólína. „Við náðum að sækja svolítið meira á þær í seinni hálfleik og vorum þá hættulegar og hefðum átt að gera það allan tímann. Við hefðum þurft að fá vítamínssprautuna strax og keyra á þær. Það dugði ekki til núna," sagði Ólína en hún tók mikinn þátt í sókninni í seinni hálfleik. „Ég náði að koma meira með í sóknina en ég hef verið að gera. Það er alltaf hættulegt þegar bakvörðurinn kemur upp og svo gengur það í sumum leikjum og í sumum ekki," sagði Ólína og bætir við: „Það er skemmtilegri bolti þegar við náum að sækja svona. Ef við náum að pressa framar þá kemur miklu meira út úr okkur og þá verða þetta meiri hlaup og meiri barátta sem er miklu skemmtilegra. Ég gæti farið út á völl núna og spilað á móti Þjóðverjum og keyrt á þær," sagði Ólína. Framundan er lokaleikur íslenska liðsins á móti gríðarsterku liði Þjóðverja. „Núna stemmir maður sig bara upp í að vinna heimsmeistarana og það getur ekki verið erfitt að mæta tilbúinn í svoleiðis leik. Það væri sigur útaf fyrir sig að gera eitthvað stórt á móti þeim," sagði Ólína að lokum. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti mjög góðan leik á móti Norðmönnum í gær og var besti maður íslenska liðsins. Hún segir góða frammistöðu ekki skipta miklu þegar leikirnir tapast. „Þetta var stöngin út. Á heildina litið þá erum við ekkert óánægðar með frammistöðu liðsins þannig séð en það var ekki nóg til þess að vinna og þess vegna er maður svekktur. Það er öllum sama hvernig maður spilar þegar að maður tapar. Það eru úrslitin sem segja aðalsöguna," sagði Ólína. „Við náðum að sækja svolítið meira á þær í seinni hálfleik og vorum þá hættulegar og hefðum átt að gera það allan tímann. Við hefðum þurft að fá vítamínssprautuna strax og keyra á þær. Það dugði ekki til núna," sagði Ólína en hún tók mikinn þátt í sókninni í seinni hálfleik. „Ég náði að koma meira með í sóknina en ég hef verið að gera. Það er alltaf hættulegt þegar bakvörðurinn kemur upp og svo gengur það í sumum leikjum og í sumum ekki," sagði Ólína og bætir við: „Það er skemmtilegri bolti þegar við náum að sækja svona. Ef við náum að pressa framar þá kemur miklu meira út úr okkur og þá verða þetta meiri hlaup og meiri barátta sem er miklu skemmtilegra. Ég gæti farið út á völl núna og spilað á móti Þjóðverjum og keyrt á þær," sagði Ólína. Framundan er lokaleikur íslenska liðsins á móti gríðarsterku liði Þjóðverja. „Núna stemmir maður sig bara upp í að vinna heimsmeistarana og það getur ekki verið erfitt að mæta tilbúinn í svoleiðis leik. Það væri sigur útaf fyrir sig að gera eitthvað stórt á móti þeim," sagði Ólína að lokum.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira