Íslenski boltinn

Logi: Góður sigur en dýrkeyptur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Vísi eftir bikarleikinn við Víði í kvöld að 2-0 sigur sinna manna hafi verið góður en dýrkeyptur. Stefán Logi Magnússon markvörður fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks og verður því í leikbanni gegn Val á laugardaginn. Þá meiddist Mark Rutgers í leiknum.

„Við eigum undir öllum kringumstæðum að vinna þetta lið. Það er oft erfitt að spila á móti svona liðum og eins og gegn Gróttu tók það nokkuð langan tíma að brjóta ísinn. Þetta er dýrkeypt að því leyti að við vitum ekki hvað verður um Mark Rutgers og þá fékk Stefán Logi rautt spjald. Við treystum samt Atla Jónassyni fullkomlega til að taka starfið að sér," sagði Logi.

„Víðismenn börðust vel í þessum leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Þeir fengu kannski eitt færi. Það var of mikið af færum sem fara forgörðum hjá okkur, við eigum að nýta þetta betur. Þá fannst mér á köflum vera kæruleysi í sendingum."

„Við erum mjög ánægðir með að vera komnir áfram, þetta var góður sigur en dýrkeyptur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari bikarmeistara KR.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×