Þjóðleikhúsráð sagt vanhæft til matsins 28. ágúst 2009 06:00 Ari Matthíasson Þrír umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra andmæla umsögn þjóðleikhúsráðs um hæfni umsækjenda. Tveir til viðbótar íhuga hvort þeir andmæli. Alls sóttu níu um stöðuna. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Þórhildur Þorleifsdóttir voru metnar mjög vel hæfar, aðrir hæfir. Andmælendur segja ráðið ekki hafa metið hæfni umsækjenda né rökstutt umsögn sína. Hlín Agnarsdóttir Það sé vanhæft til að meta hæfni núverandi þjóðleikhússtjóra, því starf ráðsins sé svo samofið starfi hennar að með því að ganga fram hjá henni hefði ráðið fellt áfellisdóm um sjálft sig. Ari Matthíasson leikari segir sín andmæli ganga út á að „hæfnismat þjóðleikhúsráðs sé algjörlega órökstutt og þar með ómálefnalegt". Hann bendir á að ráðið hafi ekki boðað neinn umsækjanda í viðtal. Kolbrún Halldórsdóttir Hlín Agnarsdóttir leikstjóri segist í sínum andmælum gagnrýna að ráðið hafi ekki lagt neitt mat á menntun og reynslu umsækjenda: „Ég vona að ráðuneytið nýti sér athugasemdirnar og að það fari fram eitthvert endurmat, sérstaklega í ljósi þess að þetta getur ekki verið hlutlægt mat hjá ráðinu. Ég fer líka fram á að fá atvinnuviðtal." Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu og kvikmyndaráðgjafi, telur menntamálaráðherra, sem skipar í stöðuna, eiga þann kost einan að „taka allt ferlið til sín í Skuggahverfið". Með vinnubrögðum sínum hafi ráðið sannað fyrrgreint vanhæfi. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrum ráðherra, er ekki búin að ákveða hvernig hún bregst við. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa umsögn og er mjög hugsi yfir henni," segir hún. „Þeir ákveða að einungis ein reynsla hafi vægi og það er að stýra stofnanaleikhúsi." Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hafnarfjarðarleikhússins, veltir því einnig fyrir sér hvort hann andmæli. Menntamálaráðherra sé í vanda staddur. Hilmar Jónsson Ráðherrann, Katrín Jakobsdóttir, segist ekki tjá sig fyrr en að andmælafresti loknum. „Ráðið hefur ákveðið hlutverk og skilar sinni umsögn. Svo er það mitt mat hvað ég geri," segir hún. Spurð hvort ráðið kunni að vera vanhæft, segir ráðherra að lögin geri ekki sérstaklega ráð fyrir því að einn umsækjenda sé sitjandi þjóðleikhússtjóri: Sigurður Kaiser „Þetta er í fyrsta skipti sem sitjandi stjóri sækir um og við bara skoðum það." Það ætti að gerast í næstu viku. Sigurður Kaiser framkvæmdastjóri ætlar ekki að andmæla. Það orki tvímælis að ráðið meti hæfi sitjandi stjóra. Það geti varla talist hlutlaust. Hann treysti þó ráðherra til að ráða í stöðuna. Hún hafi frjálsar hendur, því allir voru metnir hæfir. klemens@frettabladid.is katrín jakobsdóttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Þrír umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra andmæla umsögn þjóðleikhúsráðs um hæfni umsækjenda. Tveir til viðbótar íhuga hvort þeir andmæli. Alls sóttu níu um stöðuna. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Þórhildur Þorleifsdóttir voru metnar mjög vel hæfar, aðrir hæfir. Andmælendur segja ráðið ekki hafa metið hæfni umsækjenda né rökstutt umsögn sína. Hlín Agnarsdóttir Það sé vanhæft til að meta hæfni núverandi þjóðleikhússtjóra, því starf ráðsins sé svo samofið starfi hennar að með því að ganga fram hjá henni hefði ráðið fellt áfellisdóm um sjálft sig. Ari Matthíasson leikari segir sín andmæli ganga út á að „hæfnismat þjóðleikhúsráðs sé algjörlega órökstutt og þar með ómálefnalegt". Hann bendir á að ráðið hafi ekki boðað neinn umsækjanda í viðtal. Kolbrún Halldórsdóttir Hlín Agnarsdóttir leikstjóri segist í sínum andmælum gagnrýna að ráðið hafi ekki lagt neitt mat á menntun og reynslu umsækjenda: „Ég vona að ráðuneytið nýti sér athugasemdirnar og að það fari fram eitthvert endurmat, sérstaklega í ljósi þess að þetta getur ekki verið hlutlægt mat hjá ráðinu. Ég fer líka fram á að fá atvinnuviðtal." Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu og kvikmyndaráðgjafi, telur menntamálaráðherra, sem skipar í stöðuna, eiga þann kost einan að „taka allt ferlið til sín í Skuggahverfið". Með vinnubrögðum sínum hafi ráðið sannað fyrrgreint vanhæfi. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrum ráðherra, er ekki búin að ákveða hvernig hún bregst við. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa umsögn og er mjög hugsi yfir henni," segir hún. „Þeir ákveða að einungis ein reynsla hafi vægi og það er að stýra stofnanaleikhúsi." Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hafnarfjarðarleikhússins, veltir því einnig fyrir sér hvort hann andmæli. Menntamálaráðherra sé í vanda staddur. Hilmar Jónsson Ráðherrann, Katrín Jakobsdóttir, segist ekki tjá sig fyrr en að andmælafresti loknum. „Ráðið hefur ákveðið hlutverk og skilar sinni umsögn. Svo er það mitt mat hvað ég geri," segir hún. Spurð hvort ráðið kunni að vera vanhæft, segir ráðherra að lögin geri ekki sérstaklega ráð fyrir því að einn umsækjenda sé sitjandi þjóðleikhússtjóri: Sigurður Kaiser „Þetta er í fyrsta skipti sem sitjandi stjóri sækir um og við bara skoðum það." Það ætti að gerast í næstu viku. Sigurður Kaiser framkvæmdastjóri ætlar ekki að andmæla. Það orki tvímælis að ráðið meti hæfi sitjandi stjóra. Það geti varla talist hlutlaust. Hann treysti þó ráðherra til að ráða í stöðuna. Hún hafi frjálsar hendur, því allir voru metnir hæfir. klemens@frettabladid.is katrín jakobsdóttir
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira