Innlent

Marta stefnir á 3. sætið

Marta Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Mynd/GVA
Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Marta vill bregðast við vaxandi atvinnuleysi með því að Reykjavíkurborg skapi góð skilyrði fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu í borginni, að fram kemur í tilkynningu.

Prófkjör sjálfstæðismanna vegna komandi borgarstjórnarkosninga verður haldið í næsta mánuði. Átján gefa kost á sér í prófkjörinu, tólf af þeim eru borgar- eða varaborgarfulltrúar.

Marta leggur áherslu á að borgaryfirvöld standi áfram vörð um hag heimilanna með því að viðhalda grunnþjónustunni við borgarbúa og hækka ekki útsvar eða gjaldskrár á þessum erfiðu tímum. Hún leggur einnig áherslu á stóraukna samvinnu og samhæfingu grunnskóla, tónlistarskóla og þeirra félaga sem sinna íþróttaiðkun barna og telur að Reykjavíkurborg eigi að varða leiðina að fjölbreyttum og gróskumiklum grunnskóla á Íslandi.




Tengdar fréttir

Geir Sveinsson vill annað sætið

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans.

Júlíus Vífill vill annað sætið

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006.

Vilhjálmur ekki með í prófkjöri

„Þessi ár hafa verið mér mikils virði og í raun ómetanleg,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, í yfirlýsingu þar sem hann kynnir þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor.

Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×