Erlent

Fimm fallnir eftir árás á krikketlandslið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Einn árásarmannanna á myndbandsbroti sem tekið var meðan á árásinni stóð.
Einn árásarmannanna á myndbandsbroti sem tekið var meðan á árásinni stóð. MYND/IBN/CNN
Fimm öryggisverðir létu lífið og nokkrir særðust auk þess sem sex manns úr landsliði Sri Lanka í krikket hlutu sár eftir að allt að 12 vopnaðir menn réðust á bílalest sem flutti landslið Sri Lanka og Pakistans í borginni Lahore í Pakistan í morgun. För liðanna var heitið á Gaddafi-leikvanginn þar sem landsleikur átti að fara fram. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér enn sem komið er en vígahópar talíbana eru atkvæðamiklir víða í Pakistan, einkum í norðvesturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×