Íslenski boltinn

Höskuldur kominn til KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Höskuldur Eiríksson í leik með FH síðastliðið sumar.
Höskuldur Eiríksson í leik með FH síðastliðið sumar. Mynd/Arnþór

Eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði hefur Höskuldur Eiríksson ákveðið að ganga í raðir KR og hefur hann nú skrifað undir þriggja ára samning.

Höskuldur fékk sig lausan undan samningi sínum við FH þar sem hann lé síðasta sumar. Þar áður lék hann með Víkingi í Reykjavík og var einnig á mála hjá Viking í Noregi.

Hann er uppalinn KR-ingur en fór til Víkings fyrir tímabilið 2002. Alls á hann að baki 53 leiki í efstu deild, þar af sjö með KR.






Tengdar fréttir

Höskuldur mun semja við KR

Fátt er því til fyrirstöðu að Höskuldur Eiríksson gangi til liðs við KR en það staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×