Erlent

Skotar vilja lögfesta áfengisverð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skoska þingið hyggst setja lög sem marka áfengisverði ákveðið lágmark auk þess sem áfengistilboð, á borð við eina ókeypis flösku séu tvær keyptar, verða bönnuð. Þetta er liður í baráttu Skota gegn áfengisbölinu en talið er að misnotkun áfengis kosti hið opinbera þar í landi um 25 milljarða punda ár hvert. Eins er til skoðunar að einstök sveitarfélög geti ákveðið að lágmarksaldur til áfengiskaupa verði hækkaður í allt að 21 ár en hann er nú 18 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×