Erlent

Livni útilokar samstarf með Likudflokknum

Tzipi Livni Leiðtogi Kadima hafnar samstarfi. fréttablaðið/AP
Tzipi Livni Leiðtogi Kadima hafnar samstarfi. fréttablaðið/AP

Tzipi Livni, utanríkisráðherra í fráfarandi ríkisstjórn Ísraels og leiðtogi Kadima-flokksins, sagðist í gær engan áhuga hafa á því að setjast í nýja ríkisstjórn með Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins. Frekar muni hún taka sér stöðu sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Ekki var þó ljóst af orðum hennar hvort hún hafi verið að útiloka allt samstarf við Likud, eða hvort hún hafi verið að koma sér í betri samningsstöðu gagnvart Likud.

Kadima fékk 28 þingsæti af 120 í þingkosningum í síðustu viku, en Likud fékk 27 þingsæti. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×