Niðurlægði og misþyrmdi 16. febrúar 2009 04:15 Gengur fram fyrir skjöldu og viðurkennir þátttöku í misþyrmingum á föngum Bandaríkjahers. fréttablaðið/AP Bandaríski hermaðurinn Brandon Neely segist hafa verið hræddur í janúar árið 2002, þegar hann tók á móti fyrstu föngunum sem komu til fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamoflóa á Kúbu. Honum hafði verið sagt að búast við illskeyttum hryðjuverkamönnum, og byrjaði á því að grípa harkalega í gamlan mann, sem var skjálfandi á beinunum, varpa honum niður á jörðina og reka andlit hans beint niður í steinsteypt plan. Hann segir þetta aðeins fyrstu niðurlæginguna af mörgum, sem hann tók þátt í og varð vitni að á fyrstu dögum og vikum þessara illræmdu fangabúða. Nú vill hann segja frá öllu, upplýsa heiminn um sektarkennd sína og skömm vegna þess sem hann upplifði þegar bandarískir hermenn tóku á móti föngunum, sem taldir voru ýmist meðlimir í al-Kaída eða talibanar. Hann segir fyrstu vikurnar og mánuðina hafa einkennst af mikilli ringulreið. Búðirnar hafi verið settar upp í flýti og fyrstu fangarnir voru settir í búr, sem höfðu verið notuð áratug fyrr undir innflytjendur frá Haítí. „Flestir okkar, sem fengust við fangana dags daglega, voru mjög ungir,“ segir Neely. Þeir hafi lítið sem ekkert vitað um ákvæði alþjóðlegra mannúðarlaga um meðferð fanga, þótt sumir hafi reynt að kynna sér þau upp á eigin spýtur. Einungis fáeinir mánuðir voru liðnir frá árásunum 11. september og hann segir að margir fangavarðanna hafi verið í hefndarhug. Misþyrmingar á föngunum segir hann hafa verið algengar, einkum barsmíðar og niðurlæging af ýmsu tagi. „Ef Guantanamo hefur kennt okkur eitthvað,“ segir Jennifer Daskal hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch, „þá er það mikilvægi þess að fara að reglum réttarríkisins.“ Bandaríkjaher segist þó hafa gert sér far um að tryggja að fangarnir fengju mannúðlega meðferð. Það hafi alltaf verið stefnan. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að loka búðunum innan árs, en óljóst er enn hvað verður um þá 245 fanga sem enn dvelja þar. Neely er frá Texas og var fangavörður í Guantanamo í hálft ár. Hann var einnig eitt ár í hernum í Írak, en losnaði úr hernum á síðasta ári. Nú starfar hann sem lögreglumaður í Houston og er einnig framámaður í samtökum bandarískra hermanna gegn Íraksstríðinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Bandaríski hermaðurinn Brandon Neely segist hafa verið hræddur í janúar árið 2002, þegar hann tók á móti fyrstu föngunum sem komu til fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamoflóa á Kúbu. Honum hafði verið sagt að búast við illskeyttum hryðjuverkamönnum, og byrjaði á því að grípa harkalega í gamlan mann, sem var skjálfandi á beinunum, varpa honum niður á jörðina og reka andlit hans beint niður í steinsteypt plan. Hann segir þetta aðeins fyrstu niðurlæginguna af mörgum, sem hann tók þátt í og varð vitni að á fyrstu dögum og vikum þessara illræmdu fangabúða. Nú vill hann segja frá öllu, upplýsa heiminn um sektarkennd sína og skömm vegna þess sem hann upplifði þegar bandarískir hermenn tóku á móti föngunum, sem taldir voru ýmist meðlimir í al-Kaída eða talibanar. Hann segir fyrstu vikurnar og mánuðina hafa einkennst af mikilli ringulreið. Búðirnar hafi verið settar upp í flýti og fyrstu fangarnir voru settir í búr, sem höfðu verið notuð áratug fyrr undir innflytjendur frá Haítí. „Flestir okkar, sem fengust við fangana dags daglega, voru mjög ungir,“ segir Neely. Þeir hafi lítið sem ekkert vitað um ákvæði alþjóðlegra mannúðarlaga um meðferð fanga, þótt sumir hafi reynt að kynna sér þau upp á eigin spýtur. Einungis fáeinir mánuðir voru liðnir frá árásunum 11. september og hann segir að margir fangavarðanna hafi verið í hefndarhug. Misþyrmingar á föngunum segir hann hafa verið algengar, einkum barsmíðar og niðurlæging af ýmsu tagi. „Ef Guantanamo hefur kennt okkur eitthvað,“ segir Jennifer Daskal hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch, „þá er það mikilvægi þess að fara að reglum réttarríkisins.“ Bandaríkjaher segist þó hafa gert sér far um að tryggja að fangarnir fengju mannúðlega meðferð. Það hafi alltaf verið stefnan. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að loka búðunum innan árs, en óljóst er enn hvað verður um þá 245 fanga sem enn dvelja þar. Neely er frá Texas og var fangavörður í Guantanamo í hálft ár. Hann var einnig eitt ár í hernum í Írak, en losnaði úr hernum á síðasta ári. Nú starfar hann sem lögreglumaður í Houston og er einnig framámaður í samtökum bandarískra hermanna gegn Íraksstríðinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent