Yfirvinna endurskoðuð - engar uppsagnir 30. janúar 2009 16:19 Frá fundi borgarstjórnar. Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi rauði þráðurinn í aðgerðunum verið að tryggja störf starfsmanna. Þeir sem hæst launin hafa taka á sig hlutfallslega mesta lækkun fastra heildarlauna og við endurskoðun fastlaunasamninga sé sú regla höfð i heiðri að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum. „Staðreyndin er sú að með öllum hinum fjölmörgu atriðum til hagræðingar og sparnaðar í rekstri er Reykjavíkurborg að leggja áherslu á þau meginmarkmið sem borgarstjórn hefur sett: að standa vörð um störfin og grunnþjónustuna," er haft eftir Halli í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabundnar aðgerðir „Reykjavíkurborg eins og önnur sveitarfélög og fyrirtæki þurfa að hagræða í rekstri í ljósi þess efnahagsástands sem ríkir á Íslandi. Farið hefur verið yfir allan rekstur borgarinnar, og gripið til hagræðingar í stjórnsýslu, innkaupum auk almennrar lækkunar rekstrarkostnaðar. Laun hafa verið lækkuð hjá borgarfulltrúum og æðstu stjórnendum og nú stendur yfir endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum. Þessar aðgerðir miða að því að koma í veg fyrir uppsagnir starfsfólks og aukið atvinnuleysi. Starfsmenn eru ekki að gefa eftir kjarasamningsbundin réttindi sín velji þeir að gera nýja fastlaunasamninga sem taka gildi 1. febrúar nk. Aðeins er verið að segja upp og taka til endurskoðunar persónubundin kjör einstakra starfsmanna og í reglum um fastlaunasamninga er beinlínis gert ráð fyrir að þeir séu endurskoðaðir með reglulegu millibili, m.a. vegna breytinga á yfirvinnuþörf vinnuveitanda. • Einungis er um endurskoðun á yfirvinnu að ræða - ekki uppsagnir starfsfólks. • Þeir sem þiggja hæstu laun taka á sig meiri skerðingu fastra heildarlauna en þeir sem lægri laun hafa. • Meginreglan við endurskoðun fastlaunasamninga er að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum á mánuði. • Aðgerðir eru samræmdar fyrir borgarkerfið og jafnræðis er gætt á milli starfsmanna og fagsviða eins og kostur er, samhliða því að framkvæmdin verði gegnsæ og ákvarðanir málefnalegar. Þessar mikilvægu hagræðingar- og aðhaldsaðgerðir eru tímabundnar og gert er ráð fyrir að þær verði endurskoðaðar í ljósi fjárhagsstöðu borgarinnar. Samráð hefur verið haft við forystumenn heildarsamtaka launþega og fjölmennustu stéttarfélaganna og þeim kynntar fyrirhugaðar aðgerðir," segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59 Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi rauði þráðurinn í aðgerðunum verið að tryggja störf starfsmanna. Þeir sem hæst launin hafa taka á sig hlutfallslega mesta lækkun fastra heildarlauna og við endurskoðun fastlaunasamninga sé sú regla höfð i heiðri að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum. „Staðreyndin er sú að með öllum hinum fjölmörgu atriðum til hagræðingar og sparnaðar í rekstri er Reykjavíkurborg að leggja áherslu á þau meginmarkmið sem borgarstjórn hefur sett: að standa vörð um störfin og grunnþjónustuna," er haft eftir Halli í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabundnar aðgerðir „Reykjavíkurborg eins og önnur sveitarfélög og fyrirtæki þurfa að hagræða í rekstri í ljósi þess efnahagsástands sem ríkir á Íslandi. Farið hefur verið yfir allan rekstur borgarinnar, og gripið til hagræðingar í stjórnsýslu, innkaupum auk almennrar lækkunar rekstrarkostnaðar. Laun hafa verið lækkuð hjá borgarfulltrúum og æðstu stjórnendum og nú stendur yfir endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum. Þessar aðgerðir miða að því að koma í veg fyrir uppsagnir starfsfólks og aukið atvinnuleysi. Starfsmenn eru ekki að gefa eftir kjarasamningsbundin réttindi sín velji þeir að gera nýja fastlaunasamninga sem taka gildi 1. febrúar nk. Aðeins er verið að segja upp og taka til endurskoðunar persónubundin kjör einstakra starfsmanna og í reglum um fastlaunasamninga er beinlínis gert ráð fyrir að þeir séu endurskoðaðir með reglulegu millibili, m.a. vegna breytinga á yfirvinnuþörf vinnuveitanda. • Einungis er um endurskoðun á yfirvinnu að ræða - ekki uppsagnir starfsfólks. • Þeir sem þiggja hæstu laun taka á sig meiri skerðingu fastra heildarlauna en þeir sem lægri laun hafa. • Meginreglan við endurskoðun fastlaunasamninga er að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum á mánuði. • Aðgerðir eru samræmdar fyrir borgarkerfið og jafnræðis er gætt á milli starfsmanna og fagsviða eins og kostur er, samhliða því að framkvæmdin verði gegnsæ og ákvarðanir málefnalegar. Þessar mikilvægu hagræðingar- og aðhaldsaðgerðir eru tímabundnar og gert er ráð fyrir að þær verði endurskoðaðar í ljósi fjárhagsstöðu borgarinnar. Samráð hefur verið haft við forystumenn heildarsamtaka launþega og fjölmennustu stéttarfélaganna og þeim kynntar fyrirhugaðar aðgerðir," segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59 Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59
Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41