Yfirvinna endurskoðuð - engar uppsagnir 30. janúar 2009 16:19 Frá fundi borgarstjórnar. Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi rauði þráðurinn í aðgerðunum verið að tryggja störf starfsmanna. Þeir sem hæst launin hafa taka á sig hlutfallslega mesta lækkun fastra heildarlauna og við endurskoðun fastlaunasamninga sé sú regla höfð i heiðri að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum. „Staðreyndin er sú að með öllum hinum fjölmörgu atriðum til hagræðingar og sparnaðar í rekstri er Reykjavíkurborg að leggja áherslu á þau meginmarkmið sem borgarstjórn hefur sett: að standa vörð um störfin og grunnþjónustuna," er haft eftir Halli í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabundnar aðgerðir „Reykjavíkurborg eins og önnur sveitarfélög og fyrirtæki þurfa að hagræða í rekstri í ljósi þess efnahagsástands sem ríkir á Íslandi. Farið hefur verið yfir allan rekstur borgarinnar, og gripið til hagræðingar í stjórnsýslu, innkaupum auk almennrar lækkunar rekstrarkostnaðar. Laun hafa verið lækkuð hjá borgarfulltrúum og æðstu stjórnendum og nú stendur yfir endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum. Þessar aðgerðir miða að því að koma í veg fyrir uppsagnir starfsfólks og aukið atvinnuleysi. Starfsmenn eru ekki að gefa eftir kjarasamningsbundin réttindi sín velji þeir að gera nýja fastlaunasamninga sem taka gildi 1. febrúar nk. Aðeins er verið að segja upp og taka til endurskoðunar persónubundin kjör einstakra starfsmanna og í reglum um fastlaunasamninga er beinlínis gert ráð fyrir að þeir séu endurskoðaðir með reglulegu millibili, m.a. vegna breytinga á yfirvinnuþörf vinnuveitanda. • Einungis er um endurskoðun á yfirvinnu að ræða - ekki uppsagnir starfsfólks. • Þeir sem þiggja hæstu laun taka á sig meiri skerðingu fastra heildarlauna en þeir sem lægri laun hafa. • Meginreglan við endurskoðun fastlaunasamninga er að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum á mánuði. • Aðgerðir eru samræmdar fyrir borgarkerfið og jafnræðis er gætt á milli starfsmanna og fagsviða eins og kostur er, samhliða því að framkvæmdin verði gegnsæ og ákvarðanir málefnalegar. Þessar mikilvægu hagræðingar- og aðhaldsaðgerðir eru tímabundnar og gert er ráð fyrir að þær verði endurskoðaðar í ljósi fjárhagsstöðu borgarinnar. Samráð hefur verið haft við forystumenn heildarsamtaka launþega og fjölmennustu stéttarfélaganna og þeim kynntar fyrirhugaðar aðgerðir," segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59 Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarp þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi rauði þráðurinn í aðgerðunum verið að tryggja störf starfsmanna. Þeir sem hæst launin hafa taka á sig hlutfallslega mesta lækkun fastra heildarlauna og við endurskoðun fastlaunasamninga sé sú regla höfð i heiðri að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum. „Staðreyndin er sú að með öllum hinum fjölmörgu atriðum til hagræðingar og sparnaðar í rekstri er Reykjavíkurborg að leggja áherslu á þau meginmarkmið sem borgarstjórn hefur sett: að standa vörð um störfin og grunnþjónustuna," er haft eftir Halli í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabundnar aðgerðir „Reykjavíkurborg eins og önnur sveitarfélög og fyrirtæki þurfa að hagræða í rekstri í ljósi þess efnahagsástands sem ríkir á Íslandi. Farið hefur verið yfir allan rekstur borgarinnar, og gripið til hagræðingar í stjórnsýslu, innkaupum auk almennrar lækkunar rekstrarkostnaðar. Laun hafa verið lækkuð hjá borgarfulltrúum og æðstu stjórnendum og nú stendur yfir endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum. Þessar aðgerðir miða að því að koma í veg fyrir uppsagnir starfsfólks og aukið atvinnuleysi. Starfsmenn eru ekki að gefa eftir kjarasamningsbundin réttindi sín velji þeir að gera nýja fastlaunasamninga sem taka gildi 1. febrúar nk. Aðeins er verið að segja upp og taka til endurskoðunar persónubundin kjör einstakra starfsmanna og í reglum um fastlaunasamninga er beinlínis gert ráð fyrir að þeir séu endurskoðaðir með reglulegu millibili, m.a. vegna breytinga á yfirvinnuþörf vinnuveitanda. • Einungis er um endurskoðun á yfirvinnu að ræða - ekki uppsagnir starfsfólks. • Þeir sem þiggja hæstu laun taka á sig meiri skerðingu fastra heildarlauna en þeir sem lægri laun hafa. • Meginreglan við endurskoðun fastlaunasamninga er að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum á mánuði. • Aðgerðir eru samræmdar fyrir borgarkerfið og jafnræðis er gætt á milli starfsmanna og fagsviða eins og kostur er, samhliða því að framkvæmdin verði gegnsæ og ákvarðanir málefnalegar. Þessar mikilvægu hagræðingar- og aðhaldsaðgerðir eru tímabundnar og gert er ráð fyrir að þær verði endurskoðaðar í ljósi fjárhagsstöðu borgarinnar. Samráð hefur verið haft við forystumenn heildarsamtaka launþega og fjölmennustu stéttarfélaganna og þeim kynntar fyrirhugaðar aðgerðir," segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59 Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarp þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59
Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41