Þáðu átta boðsferðir á tveimur árum 30. mars 2009 06:30 Lífeyrissjóðsstjórar heimsóttu meðal annars Moskvu á ferðum sínum. Starfsmenn lífeyrissjóðsins Stafa fóru í átta boðsferðir á árunum 2006-2007. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fór í ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis og Lífeyrissjóður bænda sendi mann í sömu ferð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn sem Fréttablaðið sendi stærstu lífeyrissjóðum landsins. Þar er óskað sundurliðaðra upplýsinga um boðsferðir, gjafir og risnu á árunum 2005-2008. Í svari Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Stafa, kemur fram að starfsmenn sjóðsins fóru í fjórar utanlandsferðir og eina innanlandsferð 2007 og þrjár ferðir 2006. Stjórnarmenn hafi hvorki þegið gjafir né boðsferðir á þessu tímabili. Frá ársbyrjun 2008 séu í gildi reglur um samskipti starfsmanna Stafa og fjármálafyrirtækja. Þær séu „viðmið okkar þegar metið er hvort þiggja eigi kynningarferðir", segir hann. „Meginreglan er sú að Stafir greiði kostnað við ferðir af þessu tagi. Dæmi eru hins vegar um að „gestgjafinn" greiði ferðir og uppihald." Ólafur segist ekki hafa þegið laxveiðiferðir frá félögum sem sjóðurinn fjárfestir í frá því reglurnar tóku gildi. Fyrir gildistökuna þáði hann eina laxveiðiferð innanlands 2006. Eftir hana hefur hann tvisvar þegið slíkt boð, tveggja daga ferð á vegum verðbréfafyrirtækis 2008 og dagsferð í boði erlends fyrirtækis. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fór í fjögurra daga ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis. Sigrún Bragadóttir framkvæmdastjóri segir að sjóðurinn hafi þá nýverið fjárfest í sjóðum sem nái til Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína og ferðin eðlilegt framhald af því. Veiði hefur hún afþakkað en þegið jólagjafir frá bönkunum. Hvorki boðsferðir né gjafir voru þegnar hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja. Lífeyrissjóður bænda sendi starfsmann í boðsferð Glitnis til Moskvu í nóvember 2007.- ghs Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Starfsmenn lífeyrissjóðsins Stafa fóru í átta boðsferðir á árunum 2006-2007. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fór í ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis og Lífeyrissjóður bænda sendi mann í sömu ferð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn sem Fréttablaðið sendi stærstu lífeyrissjóðum landsins. Þar er óskað sundurliðaðra upplýsinga um boðsferðir, gjafir og risnu á árunum 2005-2008. Í svari Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Stafa, kemur fram að starfsmenn sjóðsins fóru í fjórar utanlandsferðir og eina innanlandsferð 2007 og þrjár ferðir 2006. Stjórnarmenn hafi hvorki þegið gjafir né boðsferðir á þessu tímabili. Frá ársbyrjun 2008 séu í gildi reglur um samskipti starfsmanna Stafa og fjármálafyrirtækja. Þær séu „viðmið okkar þegar metið er hvort þiggja eigi kynningarferðir", segir hann. „Meginreglan er sú að Stafir greiði kostnað við ferðir af þessu tagi. Dæmi eru hins vegar um að „gestgjafinn" greiði ferðir og uppihald." Ólafur segist ekki hafa þegið laxveiðiferðir frá félögum sem sjóðurinn fjárfestir í frá því reglurnar tóku gildi. Fyrir gildistökuna þáði hann eina laxveiðiferð innanlands 2006. Eftir hana hefur hann tvisvar þegið slíkt boð, tveggja daga ferð á vegum verðbréfafyrirtækis 2008 og dagsferð í boði erlends fyrirtækis. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fór í fjögurra daga ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis. Sigrún Bragadóttir framkvæmdastjóri segir að sjóðurinn hafi þá nýverið fjárfest í sjóðum sem nái til Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína og ferðin eðlilegt framhald af því. Veiði hefur hún afþakkað en þegið jólagjafir frá bönkunum. Hvorki boðsferðir né gjafir voru þegnar hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja. Lífeyrissjóður bænda sendi starfsmann í boðsferð Glitnis til Moskvu í nóvember 2007.- ghs
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira