Fótbolti

Beckham er launahæstur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckham og Kaká eru báðir á topp tíu listanum.
Beckham og Kaká eru báðir á topp tíu listanum. Nordic Photos/Getty Images

Fótboltatímaritið France Football hefur birt árlegan lista sinn yfir þá knattspyrnumenn sem hafa hæstu launin. Það eru sem fyrr kunnugleg nöfn á listanum en efstur á listanum er David Beckham.

Argentínska undrabarnið Lionel Messi heldur áfram að hækka rækilega í launum og er kominn í annað sætið. Ronaldinho rakar inn seðlum þó svo hann skili litlu af þeim peningum til baka á vellinum.

Luiz Felipe Scolari er launahæsti þjálfarinn með 12,5 milljónir evra en Jose Mourinho er næstur með 11 milljónir evra.

Topp tíu listinn (launin eru í evrum):

  1. David Beckham (AC Milan) 32,4 milljónir
  2. Lionel Messi (Barcelona) 28,6 milljónir
  3. Ronaldinho (AC Milan) 19,6 milljónir
  4. Cristiano Ronaldo (Man. Utd) 18,3 milljónir
  5. Thierry Henry (Barcelona) 17 milljónir.
  6. Kaká (AC Milan) 15,1 milljónir
  7. Zlatan Ibrahimovic (Inter) 14 milljónir
  8. Wayne Rooney (Man. Utd) 13,5 milljónir
  9. Frank Lampard (Chelsea) 13 milljónir
  10. John Terry (Chelsea) 11,7 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×