Erlent

Böðull biðst afsökunar

Böðullinn Kaing Guek Eav eða Duch.
Böðullinn Kaing Guek Eav eða Duch.
Einn æðsti böðull Rauðu kmeranna í Kambódíu baðst í morgun afsökunar á ódæðum sínum fyrir dómi. Kaing Guek Eav eða Duch er sá fyrsti úr liðskjarna kmeraleiðtogans látna, Pol Pot, til að vera dreginn fyrir sérskipaðan glæpadómstól. Nærri tvær milljónir manna týndu lífi meðan ógnarstjórn Rauðu kmerana var við völd í Kambódíu 1975 til 1979.

Duch var alræmdur fangavörður og er ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða fjórtán þúsund fanga. Fyrir dómi baðst hann afsökunar á ódæðunum en bætti því við að hann hefði aðeins verið að fylgja skipunum æðstu leiðtoga Rauðu kmeranna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×