Erlent

Berlusconi vill meiri völd

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi

 Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, tjáði fulltrúum á sameiningarflokksþingi hægriflokkanna Forza Italia og Alle-anza Nazionale að hann þyrfti að fá frekari valdheimildir í sínar hendur til að geta hrint í framkvæmd þeim umbótum sem þörf væri á.

Að því er Lundúnablaðið Times greinir frá telja stjórnmálaskýrendur að Berlusconi ætli sér að gera forsetaembættið valdameira en það er nú og bjóða sig síðan fram þegar kjörtímabili hans sem forsætisráðherra lýkur. Hann nefndi þó forsetaembættið ekki á flokksþinginu. Nýi flokkurinn sem út úr því kom ber nafnið Il Popolo della Liberta, Lýður frelsisins.- aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×