Erlent

Sjálfsvígstilræði í lögreglustöð

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. AFP

Sjálfsmorðssprengjumaður íklæddur lögreglubúningi sprengdi sig í loft upp inni í lögreglustöð í Suður-Afganistan í gær. Hann varð með því níu manns að bana og særði átta, að því er talsmaður afganskra yfirvalda greindi frá.

Af þeim níu sem dóu í árásinni voru fimm lögreglumenn en fjórir óbreyttir borgarar.

Alþjóða Rauði krossinn varaði við því í nýrri skýrslu í gær að fleiri óbreyttir borgarar í Afganistan verði í hættu á næstu mánuðum vegna aukins óstöðugleika og átaka.

Í skýrslu Rauða krossins eru stjórnvöld í Bandaríkjunum og bandalagslöndum hvött til að taka tillit til óbreyttra borgara er hermönnum er fjölgað á vettvangi. - aa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×