Innlent

Alþingi afneiti krónunni

„Ég tel að einn þjóð geti varla afneitað eigin gjaldeyri meira en svo að neita að taka við honum fyrir eigin útflutning," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins um frumvarp ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt frumvarpinu sem dreift var á Alþingi á sjötta tímanum verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmiði um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.

Þingfundi hefur ítrekað verið frestað vegna málsins. Ráðgert er að hann hefjist klukkan 18:30.






Tengdar fréttir

Gjaldeyrislekinn stöðvaður

Tilkynnt verður á næstu klukkustund um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft, eftir því sem heimildir fréttastofu herma.

Þingfundi frestað til hálfsex

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi sem átti að hefjast klukkan fimm til hálfsex. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft.

Banna útflutningsviðskipti í krónum

Fram til 30. nóvember 2010 verður viðskiptaverð vöru skráð í erlendum gjaldmiðli á útflutningsskýrslu nái frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál fram að ganga. Samkvæmt því verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmiði um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×