Innlent

Hafnfirskir pörupiltar stálu bensíni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip tvo pilta um tvítugt glóðvolga í Hafnarfirði um miðnætti í gær þar sem þeir voru að stela bensíni af bíl.

Pörupiltarnir voru með slöngu og brúsa í fórum sínum þegar lögreglan kom á vettvang og höfðu náð að stela nokkrum lítrum af bensíni. Eldsneytinu var hellt aftur á bílinn en piltarnir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×