Enski boltinn

Terry um Essien: Hann er eins og vél

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna Essien eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í dag.
Leikmenn Chelsea fagna Essien eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í dag. Mynd/AFP

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ánægður með endurkomu Ghana-mannsins Michael Essien sem skoraði sigurmark Chelsea á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Hann er búinn að vera frábær. Það er enginn nema Essien sem gæti komið svona sterkur til baka svona fljótt. Hann er eins og vél," sagði John Terry um félaga sinn Michael Essien sem hefur skorað nú í tveimur leikjum í röð. Essien meiddist í hné í upphafi tímabilsins.

„Við erum búnir að horfa á hann djöflast í líkamsræktarsalnum í sex mánuði. Hann kemur síðan aftur og sýnir í hve góðu formi hann er með því að skora þessi tvö mörk. Það stórkostlegt að getað spila svona vel eftir svo langan tíma í burtu," bætti Terry við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×