Innlent

Talsverður erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Talsvert var um að vera hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gærkvöldi og nótt. Klukkan ellefu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um árekstur í Grindavík þar sem ökumaður ók af vettvangi. Lögreglumenn höfðu upp á manninum skömmu síðar en hann var grunaður um ölvun við akstur.

Þá stöðvaði lögreglan för ökumanns í Reykjanesbæ sem talinn var aka ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar er ók á 124 km hraða á Reykjanesbraut, en þar er hámarkshraði er 90 km/klst.

Auk þess urðu tveir minniháttar árekstrar á Hafnargötu í Reykjanesbæ sem rekja má til mikillar hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×