Innlent

Saksóknari fær ekki skýrslur um gömlu bankana

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bankahrunsins.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bankahrunsins.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda bankahrunsins hefur sökum bankaleyndar ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem hann telur nauðsynlegt að embætti sitt fái. Um er að ræða skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um gömlu bankana dagana fyrir og eftir fall þeirra í október. Skýrslunar eru nú í vörslu Fjármálaeftirlitsins.

Eva Joly, sem nýverið var ráðin sem ráðgjafi við rannsókn á bankahruninu, gagnrýndi bankaleyndina í viðtali í norska sjónvarpinu á föstudaginn og sagði hana fáránlega. Það væri óskiljanlegt að Fjármálaeftirlitið teldi sig ekki geta afhent gögnin.

Óskað eftir skýrslunum 13. febrúar

Embætti sérstaks saksóknara óskaði eftir skýrslunum formlega 13. febrúar en áður hafðu verið leitað eftir upplýsingum úr þeim. Ítrekunarbréf var sent 25. febrúar.

Formlegt svar frá Fjármálaeftirlitinu hefur ekki enn borist. Fréttablaðið hafði eftir Gunnari Haraldssyni, stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins, á fimmtudaginn að verið væri að vinna í málinu og að sérstakur saksóknari fá skýrslurnar síðar.

,,Við förum væntanlega ekki að biðja um eitthvað sem við teljum okkar ekki hafa gagn af," segir Ólafur. Hann leggur áherslur að embættið fái aðgang að skýrslunum. ,,Þetta er glugginn inn í starfsemi bankana dagana sem þeir féllu."

Auknar heimildir með nýjum lögum

Nýverið lagði Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, fram lagafrumvarp sem felur í sér að sérstakur saksóknari fái auknar heimildir til þess að kalla eftir upplýsingum og gögnum.

Um frumvarpið segir Ólafur: ,,Það þýðir að við eigum að geta fengið að sjá hvaðeina sem við förum fram á að sjá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×