Enski boltinn

Carvalho og Deco koma inn í Chelsea-liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricardo Carvalho er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli.
Ricardo Carvalho er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli. Mynd/AFP

Guus Hiddink, stjóri Chelsea gerir tvær breytingar á byrjunarliði Chelsea frá því í leik liðsins á móti Juventus í Meistaradeildinni í vikunni. Chelsea tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni eftir fimmtán mínútur.

Ricardo Carvalho verður í miðverðinum í staðinn fyrir Alex og þá tekur Portúgalinn Deco stöðu Jon Mikel Obi á miðjunni.

Chelsea er búið að vinna alla þrjá deildarleiki sína undir stjórn Guus Hiddink og allir hafa þeir unnist með einu marki: 1-0 á móti Aston Villa, 2-1 á móti Wigan og 1-0 á móti Portsmouth.

Chelsea er búið að vinna Manchester City sjö sinnum í röð og hefur ekki tapað á heimavelli á móti litla Manchester-liðinu í sextán ár.

Byrjunarliðin í leik Chelsea og Manchester City í dag:

Chelsea: Cech, Bosingwa, Carvalho, Terry, Ashley Cole, Ballack, Essien, Lampard, Deco, Anelka, Drogba.

Varamenn: Hilario, Mikel, Malouda, Quaresma, Kalou, Alex, Belletti.

Man City: Given, Richards, Onuoha, Dunne, Bridge, Wright-Phillips, Ireland, Zabaleta, Elano, Robinho, Caicedo.

Varamenn: Hart, Bojinov, Garrido, Fernandes, Evans, Etuhu, Berti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×