Erlent

Auglýsingar ríkismiðla á Spáni skornar niður

Zapatero ætlar að skera niður auglýsingar í ríkismiðlum.
Zapatero ætlar að skera niður auglýsingar í ríkismiðlum.
Jose Luis Rodriguez Zapatero tilkynnti á þriðjudaginn að hann ætlaði að draga verulega úr auglýsingum í spænska ríkisútvarpinu RTVE.

Auglýsingar er mikilvægasta tekjulind RTVE og námu auglýsingatekjur þess rúmum 742 milljónum bandaríkjadala á síðasta ári. Kveðið verður á um samdráttinn í auglýsingatekjunum í nýjum ljósvakamiðlalögum sem gert er ráð fyrir að þingið muni samþykkja.

Þegar Zapatero tilkynnti flokksfélögum sínum í Sósíalistaflokknum um áform sín gerði hann ekki grein fyrir að hve miklu leyti auglýsingar í ríkissjónvarpinu yrðu skornar niður, eða hvort að hætt yrði með allar auglýsingar í sjónvarpi á kjörtíma, sem er sama fyrirkomulag og viðhaft er í Frakklandi.

Hlutabréf í einkareknum fréttamiðlum á Spáni hækkuðu eftir að Zapatero tilkynnti um áformin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×