Innlent

Hraðakstur í Reykjavík

Brot 46 ökumanna voru mynduð á Breiðhöfða í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðhöfða í norðurátt, að Dvergshöfða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að á einni klukkustund, síðdegis, hafi 211 ökutæki ekið þessa akstursleið og því ók rúmlega fimmtungur ökumanna, eða 22 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 65 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Átta óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 89.

Þá voru brot 22 ökumanna mynduð á Háteigsvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háteigsveg í austurátt, að Meðalholti. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 72 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega þriðjungur ökumanna, eða 31 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða að sögn lögreglu. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Fjórir óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 63.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×