Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorfinnur Þorfinnsson var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í maí á síðasta ári. Þorfinnur hafði þá í vörslum sínum rúm 14 grömm af amfetamíni, tæp 17 grömm af hassi, 1 kannabisplöntu, um 2,5 grömm af kókaíni og lítilræði af maríhúana. Þorfinnur játaði brot sitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann hefur áður hlotið dóm vegna fíkniefnalagabrota og var á skilorði þegar fyrrgreint brot var framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×