Innlent

Leiguíbúðir vantar á Langanes

Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi. Mynd/PK
Húsnæðisskortur er nú á Þórshöfn á Langanesi og auglýsir sveitarstjórinn eftir áhugasömum verktökum til að koma og byggja fleiri íbúðir.

Það er eins og kreppan hafi varla náð til Langaness. Þarna hafa allir nóg að gera, ekkert atvinnuleysi, fiskverð í hæstu hæðum og mikil umsvif, bæði í botnsfiskvinnslu og uppsjávartegundunum, - síldin og makríllinn hafa verið að skila dágóðum arði í land.

Og fólkið flytur sig þangað sem peningarnir eru: Í fyrra fjölgaði um 32 í Langanesbyggð og enn bætist við. Fjölgað hefur um 10-11 manns í ár, að sögn Gunnólfs Lárussonar sveitarstjóra og eru íbúarnir nú um 524. Miðað við 479 íbúa árið 2007 er fjölgunin nærri tíu prósent á tveimur árum.

Og allt þarf þetta nýja fólk þak yfir höfuðið. Gunnólfur segir að þarna sé skemmtilegt vandamál, - húsnæðisleysi. Það vanti iðnaðarmenn og vill hann fá aðila sem reka leiguþjónustur að koma og byggja íbúðir, þarna sé leigumarkaður. Kveðst Gunnólfur biðla til þeirra sem eru í þessum geira að koma á Þórshöfn og byggja leiguíbúðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×