Innlent

Katrín Jakobsdóttir: „Erfið ákvörðun“

„Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar og ég er ný í þessu starfi. Þess vegna reyndi ég að vanda mig eins og ég gat og tók mér góðan tíma í þetta," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við fréttastofu en hún skipaði Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra í dag.

Katrín segist ánægð með niðurstöðuna og segir ákvörðunina hafa verið vel ígrundaða. „Ég var ekkert að flýta mér að taka þessa stóru ákvörðun."

Auku Tinnu sóttu þau Þórhildur Þorleifsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Páll Baldvin Baldvinsson, Sigurður Kaiser, Hlín Agnarsdóttir, Ari Matthíasson, Hilmar Jónsson og Magnús Ragnarsson.

Hvorki Þórhildur né Páll Baldvin vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×