Innlent

Framsóknarmenn með tillögur í lánamálum Íslendinga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Framsóknarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson voru staddir í Stjórnarráðinu á sama tíma og Ögmundur Jónasson sagði sig úr ríkisstjórninni. Höskuldur Þórhallsson varaformaður flokksins vildi lítið tjá sig um málið í samtali við vísi og vísaði á formanninn Sigmund Davíð. Höskuldur sagði þó að Ögmundur væri maður að meiri að hafa hætt í stjórninni. Hann sagði einnig að þeir hefðu ekki hitt Jóhönnu á fundi.

Í viðtali við Ríkisútvarpið sagðist Sigmundur ekki geta farið nákvæmlega út í erindi þeirra félaga í Stjórnarráðið. Þó mátti skilja á formanninum að hann væri með ákveðnar hugmyndir um lánveitingar til Íslendinga og minntist hann á Norðurlöndin og sérstaklega Noreg í því sambandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×