Enski boltinn

King á framtíð í boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon King.
Marlon King. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Marlon King telur að hann eigi sér framtíð í knattspyrnu þó svo að hann hafi verið dæmdur til átján mánaðar fangelsisvistar nú í viunni.

King var fundinn sekur um líkamsárás og kynferðislegt áreiti sem mun hafa átt sér stað á skemmtistað í London í desember á síðasta ári.

Í kjölfarið ákváðu forráðamenn Wigan að rifta samningi hans við félagið.

Tony Finnigan, umboðsmaður King, hefur gefið í skyn að King muni áfrýja dóminum en hann sé þess fullviss að King muni finna sér nýtt félag þegar þar að kemur.

„Af hverju ætti hann ekki að fá annað tækifæri? Fólki verður á mistök, líka knattspyrnumönnum," sagði Finnigan. „Ef einhver vill gefa honum tækifæri ætti hann að fá tækifæri til að hefja sinn feril upp á nýtt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×