Innlent

Ræða kosti og galla fiskveiðistjórnunarkerfa

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður, er varaformaður Vestnorræna ráðsins.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður, er varaformaður Vestnorræna ráðsins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Fiskveiðistjórnunarkerfi Vestur-Norðurlanda verða tekin til skoðunar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins á Íslandi í júní á næsta ári. Það tilkynnti Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður ráðsins, á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi. Hún segir að ráðstefnan muni bjóða upp á beinan samanburð á kvótakerfunum á Íslandi og Grænlandi og sóknardagakerfinu í Færeyjum, með hliðsjón af þáttum eins og verndunarsjónarmiðum og arðsemi, að fram kemur í tilkynningu frá Vestnorræna ráðinu.

„Á ráðstefnunni verður gerður samanburður á kostum og göllum hinna mismunandi kerfa, það verða umræður um lausnir á vandamálum eins og brottkasti auk þess sem rætt verður sérstaklega hvaða sameiginlegu aðkomu Vestur-Norðurlönd geti haft að mótun nýrrar sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB", er haft eftir Ólína í tilkynningunni.

Þar segir að þingmönnum og sjávarútvegsráðherrum Vestur-Norðurlanda, Evrópuþingmönnum, sérfræðingum auk Joe Borg, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá ESB verði boðið á ráðstefnuna. Samkvæmt Ólínu er það einkar þýðingarmikið, þar sem endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB lýtur m.a. að þeirri spurningu hvort eigi að stjórna fiskveiðum með kvótum eða sóknardögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×