Innlent

Samningar um skuldavanda heimilanna undirritaðir á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll undirritar samningana af hálfu félagsmálaráðuneytisins. Mynd/ Anton.
Árni Páll undirritar samningana af hálfu félagsmálaráðuneytisins. Mynd/ Anton.
Samningar við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda einstaklinga og heimila og framkvæmd þeirra verða undirritaðir á morgun. Samningarnir taka gildi við undirritun. Þeir byggja á lagafrumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra lagði fyrir Alþingi og samþykkt voru fyrir fáeinum dögum.

Úrræðin sem samningarnir taka til eru greiðslujöfnun fasteignaveðlána, greiðslujöfnun bílalána og bílasamninga og samkomulag um sértæka skuldaaðlögun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×