Háskólinn gerir ekki ráð fyrir veikindum vegna svínaflensunnar 30. október 2009 17:42 Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, telur Háskólann ekki gera ráð fyrir að veikindum nemenda vegna svínaflensunnar. Mynd/Arnþór Birkisson „Þetta mun koma sér mjög illa af mörgum ástæðum en sterkast vega líklega þau rök að fólk fær ekki greidd út námslánin sín fyrr en um vorið lendi þau í veikindum eða falli og nú má búast við mun meiri veikindaforföllum í prófunum vegna svínaflensufaraldursins," segir Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem er allt annað en sátt með ákvörðun fimm deilda sem hafa ákveðið að afnema sjúkra- og upptökupróf í janúar og júní. Stúdentaráð telur að um lögbrot sé að ræða. Umræddar deildir eru laga-, viðskiptafræði-, hagfræði-, sálfræði- og félagsráðgjafardeild skólans. Fleiri deildir Háskóla Íslands eru með sambærilegar breytingar til skoðunar. Ákvörðunin er afar einkennileg í ljósi heimsfaraldurs svínaflensunnar, að mati Hildar. „Þeir stúdentar sem munu falla í desemberprófum eða lenda í veikindum geta því ekki tekið endurtekt fyrr en í maí 2010 og því munu margir hverjir sitja uppi með yfirdrátt hjá bankanum á himinháum vöxtum," segir formaðurinn. Hildur segir að helstu rök Háskólans fyrir ákvörðuninni virðist vera sú að stúdentar misnoti sjúkraprófin. „Það er óeðlilegt að leyfa stúdentum ekki að njóta vafans og láta þannig misnotkun einhvers hóps nemenda koma niður á þeim sem virkilega eru veikir og þurfa á sjúkra- og upptökuprófum að halda." Þá bendir Hildur á að samkvæmt reglum Háskóla Íslands eigi að tilkynna nemendum skriflega eigi síðar en við upphaf kennslumisseris um allar breytingar á kennsluskrá. Það hafi ekki verið gert í umræddum deildum að lagadeild undanskilinni. „Við teljum því að hér sé um lögbrot að ræða." Um hádegisbil í gær hófst undirskriftarsöfnun á netinu gegn ákvörðun Háskólayfirvalda. Nú hafa safnast á bilinu 1200-1300 undirskriftir. Einnig var stofnaðu hópur á Facebook í sama tilgangi fyrr í vikunni og eru meðlimir tæplega 2900 talsins. „Við hvetjum fólk til að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni sem fram fer á netinu og skrá sig í Facebook-hópinn," segir Hildur að lokum. Undirskriftasöfnunin fer fram hér og síðu Facebook-hópsins má sjá hér. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
„Þetta mun koma sér mjög illa af mörgum ástæðum en sterkast vega líklega þau rök að fólk fær ekki greidd út námslánin sín fyrr en um vorið lendi þau í veikindum eða falli og nú má búast við mun meiri veikindaforföllum í prófunum vegna svínaflensufaraldursins," segir Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem er allt annað en sátt með ákvörðun fimm deilda sem hafa ákveðið að afnema sjúkra- og upptökupróf í janúar og júní. Stúdentaráð telur að um lögbrot sé að ræða. Umræddar deildir eru laga-, viðskiptafræði-, hagfræði-, sálfræði- og félagsráðgjafardeild skólans. Fleiri deildir Háskóla Íslands eru með sambærilegar breytingar til skoðunar. Ákvörðunin er afar einkennileg í ljósi heimsfaraldurs svínaflensunnar, að mati Hildar. „Þeir stúdentar sem munu falla í desemberprófum eða lenda í veikindum geta því ekki tekið endurtekt fyrr en í maí 2010 og því munu margir hverjir sitja uppi með yfirdrátt hjá bankanum á himinháum vöxtum," segir formaðurinn. Hildur segir að helstu rök Háskólans fyrir ákvörðuninni virðist vera sú að stúdentar misnoti sjúkraprófin. „Það er óeðlilegt að leyfa stúdentum ekki að njóta vafans og láta þannig misnotkun einhvers hóps nemenda koma niður á þeim sem virkilega eru veikir og þurfa á sjúkra- og upptökuprófum að halda." Þá bendir Hildur á að samkvæmt reglum Háskóla Íslands eigi að tilkynna nemendum skriflega eigi síðar en við upphaf kennslumisseris um allar breytingar á kennsluskrá. Það hafi ekki verið gert í umræddum deildum að lagadeild undanskilinni. „Við teljum því að hér sé um lögbrot að ræða." Um hádegisbil í gær hófst undirskriftarsöfnun á netinu gegn ákvörðun Háskólayfirvalda. Nú hafa safnast á bilinu 1200-1300 undirskriftir. Einnig var stofnaðu hópur á Facebook í sama tilgangi fyrr í vikunni og eru meðlimir tæplega 2900 talsins. „Við hvetjum fólk til að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni sem fram fer á netinu og skrá sig í Facebook-hópinn," segir Hildur að lokum. Undirskriftasöfnunin fer fram hér og síðu Facebook-hópsins má sjá hér.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira