Innlent

Lögregla lagði hald á þrjár byssur

Björgunarsveitarfólk var kallað út í dag vegna týndrar rjúpnaskyttu. Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag.
Björgunarsveitarfólk var kallað út í dag vegna týndrar rjúpnaskyttu. Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag.
Annasamt hefur verið hjá lögreglunni á Selfossi í dag en rjúpnaveiðitímabilið er nýhafið. Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn vegna týndrar rjúpnaskyttu og þá lagði lögregla hald á þrjú skotvopn.

Rjúpnaskytta varð viðskila við þrjá aðrar skyttur sunnan við Skjaldbreið skammt frá Tindaskaga eftir hádegi í dag. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út um þrjúleytið en maðurinn fannst á fjórða tímanum. Að sögn lögreglu var hann nokkuð blautur en hann hafði verið týndur í einhvern tíma Svartaþoka var í fjallinu, að sögn lögreglu.

Fyrir hádegi hafði lögreglan á Selfossi afskipti af tveimur mönnum í Biskupsstungum þar sem þeir voru að skjóta rjúpur. Byssur þeirra voru ekki í samræmi við reglur og því voru þær gerðar upptækar, en byssurnar voru þrjár talsins. Mennirnir voru kærðir fyrir brot á vopnalögum og var annar mannanna auk þess ekki með veiðikort og útrunnið byssuleyfi.

Að auki höfðu lögreglumenn afskipti af rjúpnaskyttu á Bláfellshálsi skömmu eftir hádegi en hann hafði ekið utan vegar. Pinna vantaði í byssu mannsins sem er ekki í samræmi við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×