Búist við nýjum síldarkvóta í dag 9. nóvember 2009 12:02 Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni síðar í dag um kvóta á íslensku sumargotssíldina. Hafrannsóknastofnunin mælti fyrir helgi með fjörutíu þúsund tonna kvóta, sem er mun meira en menn bjuggust við í ljósi alvarlegrar sýkingar, sem hrjáir síldarstofninn.Veiðar úr þessum síldarstofni hafa reynst mikil uppgrip og skilað milljarðatekjum í þjóðarbúið undanfarnar vertíðar en megnið hefur veiðst á afmörkuðum svæðum við innanverðan Breiðafjörð, einkum á Grundarfirði og við Stykkishólm.Það var hins vegar mikið áfall í fyrra þegar uppgötvaðist að sníkjudýr herjar á síldina. Nýjustu rannsóknir sýna að sýkingin nú er enn alvarlegri en í fyrra og mælast nú 40 prósent síldarinnar vera sýkt, en var liðlega 30 prósent í fyrra, en sýkta síldin drepst á nokkrum mánuðum.Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar höfðu gefið til kynna að þeir myndu leggja til veiðibann í ljósi þessara tíðinda. Það kom því mörgum ánægjulega á óvart þegar stofnunin tilkynnti á föstudag að hún legði til 40 þúsund tonna kvóta. Ástæðan er sú að mun meira hefur fundist af síldinni en áður en stórar torfur sáust í síðasta mánuði allt í kringum Stykkishólm.Þar er einmitt að veiðum þessa stundina síldveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds er á leiðinni þangað en þessi skip veiða úr 15 þúsund tonna rannsóknakvóta sem gefinn var út í haust. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu er líklegt að ráðherra tilkynna um nýjan síldveiðikvóta í dag og má þá búast við að síldveiðiskipunum fjölgi fljótt á Breiðafirði.Kvóti upp á 40 þúsund tonn gæti skila 3-4 milljarða króna verðmætum, sem að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er mjög jákvætt, enda hafi þeir verið farnir að reikna með engum kvóta. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni síðar í dag um kvóta á íslensku sumargotssíldina. Hafrannsóknastofnunin mælti fyrir helgi með fjörutíu þúsund tonna kvóta, sem er mun meira en menn bjuggust við í ljósi alvarlegrar sýkingar, sem hrjáir síldarstofninn.Veiðar úr þessum síldarstofni hafa reynst mikil uppgrip og skilað milljarðatekjum í þjóðarbúið undanfarnar vertíðar en megnið hefur veiðst á afmörkuðum svæðum við innanverðan Breiðafjörð, einkum á Grundarfirði og við Stykkishólm.Það var hins vegar mikið áfall í fyrra þegar uppgötvaðist að sníkjudýr herjar á síldina. Nýjustu rannsóknir sýna að sýkingin nú er enn alvarlegri en í fyrra og mælast nú 40 prósent síldarinnar vera sýkt, en var liðlega 30 prósent í fyrra, en sýkta síldin drepst á nokkrum mánuðum.Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar höfðu gefið til kynna að þeir myndu leggja til veiðibann í ljósi þessara tíðinda. Það kom því mörgum ánægjulega á óvart þegar stofnunin tilkynnti á föstudag að hún legði til 40 þúsund tonna kvóta. Ástæðan er sú að mun meira hefur fundist af síldinni en áður en stórar torfur sáust í síðasta mánuði allt í kringum Stykkishólm.Þar er einmitt að veiðum þessa stundina síldveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds er á leiðinni þangað en þessi skip veiða úr 15 þúsund tonna rannsóknakvóta sem gefinn var út í haust. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu er líklegt að ráðherra tilkynna um nýjan síldveiðikvóta í dag og má þá búast við að síldveiðiskipunum fjölgi fljótt á Breiðafirði.Kvóti upp á 40 þúsund tonn gæti skila 3-4 milljarða króna verðmætum, sem að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er mjög jákvætt, enda hafi þeir verið farnir að reikna með engum kvóta.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira