Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð 9. nóvember 2009 03:00 Risaterturnar sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu árin seldust lítið sem ekkert í fyrra. Vöruúrvalið er því afar breytt í ár. fréttablaðið/pjetur Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. „Útkoman í fyrra var ekki beysin þar sem við urðum að borga mjög hátt verð fyrir vöruna vegna stöðu krónunnar þannig að við gerðum ekkert meira en að borga reikningana og búið. Það var enginn hagnaður þannig að þetta er ekki búið að vera létt,“ segir Kristinn. „Við erum búin að fara vel ofan í reksturinn, taka allan óþarfa í burtu og leggja áherslu á nýja þætti í vöruúrvalinu, þessa millistóru hluti sem við reiknum með að almenningur muni frekar kaupa en flytjum ekki inn risaterturnar sem hafa verið mikið keyptar síðustu árin.“ Síðustu áramót varð mikill afgangur af stærri flugeldunum eins og tertunum en þess í stað urðu sölustaðir uppiskroppa með millistórar vörur. „Við erum því ekki aðeins að flytja inn meira af millistóru flugeldunum heldur bættum við líka effektana á þeim, með meiri litadýrð. Þannig fá nú allir nýjan Gunnar og nýja Bergþóru en við erum með fjórtán nýjar tegundir af millistóru rakettunum. Eins eru þessir millistóru fjölskyldupakkar veglegri en áður hefur verið. Við vonumst til að þetta takist í ár með dyggri hjálp almennings.“ - jma Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. „Útkoman í fyrra var ekki beysin þar sem við urðum að borga mjög hátt verð fyrir vöruna vegna stöðu krónunnar þannig að við gerðum ekkert meira en að borga reikningana og búið. Það var enginn hagnaður þannig að þetta er ekki búið að vera létt,“ segir Kristinn. „Við erum búin að fara vel ofan í reksturinn, taka allan óþarfa í burtu og leggja áherslu á nýja þætti í vöruúrvalinu, þessa millistóru hluti sem við reiknum með að almenningur muni frekar kaupa en flytjum ekki inn risaterturnar sem hafa verið mikið keyptar síðustu árin.“ Síðustu áramót varð mikill afgangur af stærri flugeldunum eins og tertunum en þess í stað urðu sölustaðir uppiskroppa með millistórar vörur. „Við erum því ekki aðeins að flytja inn meira af millistóru flugeldunum heldur bættum við líka effektana á þeim, með meiri litadýrð. Þannig fá nú allir nýjan Gunnar og nýja Bergþóru en við erum með fjórtán nýjar tegundir af millistóru rakettunum. Eins eru þessir millistóru fjölskyldupakkar veglegri en áður hefur verið. Við vonumst til að þetta takist í ár með dyggri hjálp almennings.“ - jma
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira