Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð 9. nóvember 2009 03:00 Risaterturnar sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu árin seldust lítið sem ekkert í fyrra. Vöruúrvalið er því afar breytt í ár. fréttablaðið/pjetur Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. „Útkoman í fyrra var ekki beysin þar sem við urðum að borga mjög hátt verð fyrir vöruna vegna stöðu krónunnar þannig að við gerðum ekkert meira en að borga reikningana og búið. Það var enginn hagnaður þannig að þetta er ekki búið að vera létt,“ segir Kristinn. „Við erum búin að fara vel ofan í reksturinn, taka allan óþarfa í burtu og leggja áherslu á nýja þætti í vöruúrvalinu, þessa millistóru hluti sem við reiknum með að almenningur muni frekar kaupa en flytjum ekki inn risaterturnar sem hafa verið mikið keyptar síðustu árin.“ Síðustu áramót varð mikill afgangur af stærri flugeldunum eins og tertunum en þess í stað urðu sölustaðir uppiskroppa með millistórar vörur. „Við erum því ekki aðeins að flytja inn meira af millistóru flugeldunum heldur bættum við líka effektana á þeim, með meiri litadýrð. Þannig fá nú allir nýjan Gunnar og nýja Bergþóru en við erum með fjórtán nýjar tegundir af millistóru rakettunum. Eins eru þessir millistóru fjölskyldupakkar veglegri en áður hefur verið. Við vonumst til að þetta takist í ár með dyggri hjálp almennings.“ - jma Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. „Útkoman í fyrra var ekki beysin þar sem við urðum að borga mjög hátt verð fyrir vöruna vegna stöðu krónunnar þannig að við gerðum ekkert meira en að borga reikningana og búið. Það var enginn hagnaður þannig að þetta er ekki búið að vera létt,“ segir Kristinn. „Við erum búin að fara vel ofan í reksturinn, taka allan óþarfa í burtu og leggja áherslu á nýja þætti í vöruúrvalinu, þessa millistóru hluti sem við reiknum með að almenningur muni frekar kaupa en flytjum ekki inn risaterturnar sem hafa verið mikið keyptar síðustu árin.“ Síðustu áramót varð mikill afgangur af stærri flugeldunum eins og tertunum en þess í stað urðu sölustaðir uppiskroppa með millistórar vörur. „Við erum því ekki aðeins að flytja inn meira af millistóru flugeldunum heldur bættum við líka effektana á þeim, með meiri litadýrð. Þannig fá nú allir nýjan Gunnar og nýja Bergþóru en við erum með fjórtán nýjar tegundir af millistóru rakettunum. Eins eru þessir millistóru fjölskyldupakkar veglegri en áður hefur verið. Við vonumst til að þetta takist í ár með dyggri hjálp almennings.“ - jma
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira