Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð 9. nóvember 2009 05:30 Þingvallanefnd sættir sig ekki við að eigandi þriggja bústaða í Gjábakkalandi loki á almenning með keðjum og bannskiltum.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. Félögin Gjábakki ehf. og Vatnsvík ehf. hafa frá því 2004 keypt þrjá sumarbústaði á samliggjandi leigulóðum í Gjábakka innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Stærsta húsið er bústaður sem Gísli Jónsson alþingismaður átti og gaf SÍBS fyrir rúmum fjörutíu árum. Þeim bústað fylgir fjórtán hektara leigulóð í eigu ríkisins. Lauslega áætlað er lóðin um þrjátíu sinnum stærri en meðal sumarhúsalóð. Skráður eigandi Gjábakka ehf. og Vatnsvíkur ehf. er Ólafur H. Jónsson. Með Ólafi í stjórn þessari félaga er dóttir hans Kristín Ólafsdóttir. Hún er eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þingvallanefnd hefur ráðfært sig við lögfræðing í tilefni þess að vegi sem liggur að leigulóðum áðurnefndra bústaða hefur verið lokað með keðju og hann merktur sem einkavegur. „Þetta er alveg fáránlegt þegar menn eru að búa til fréttir um aðra um ekki neitt. Ég held að þú eigir að fara að snúa þér að því að fara að hugsa um það að skrifa eins og maður en ekki fara eftir skítlegu eðli þinna ritstjóra og annarra manna sem í kringum ykkur eru,“ segir Ólafur H. Jónsson meðal annars. Álfheiður Ingadóttir segir að í lögum um þjóðgarðinn séu mjög skýr ákvæði um að almenningi eigi að vera heimil för um þjóðgarðinn. „Þetta er þjóðgarður og hann er eign okkar allra Íslendinga,“ segir formaður Þingvallanefndar og upplýsir að nefndin hafi samþykkt árið 2003 að lóðin við gamla SÍBS-bústaðinn verði minnkuð niður í einn hektara við næstu endurskoðun lóðaleigusamningsins sem vera eigi um mitt næsta ár. gar@frettabladid. Ólafur H. Jónsson Álfheiður Ingadóttir Hengilás Nær bústaðnum er annað hlið með hengilás.Fréttablaðið/Vilhelm Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
„Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. Félögin Gjábakki ehf. og Vatnsvík ehf. hafa frá því 2004 keypt þrjá sumarbústaði á samliggjandi leigulóðum í Gjábakka innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Stærsta húsið er bústaður sem Gísli Jónsson alþingismaður átti og gaf SÍBS fyrir rúmum fjörutíu árum. Þeim bústað fylgir fjórtán hektara leigulóð í eigu ríkisins. Lauslega áætlað er lóðin um þrjátíu sinnum stærri en meðal sumarhúsalóð. Skráður eigandi Gjábakka ehf. og Vatnsvíkur ehf. er Ólafur H. Jónsson. Með Ólafi í stjórn þessari félaga er dóttir hans Kristín Ólafsdóttir. Hún er eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þingvallanefnd hefur ráðfært sig við lögfræðing í tilefni þess að vegi sem liggur að leigulóðum áðurnefndra bústaða hefur verið lokað með keðju og hann merktur sem einkavegur. „Þetta er alveg fáránlegt þegar menn eru að búa til fréttir um aðra um ekki neitt. Ég held að þú eigir að fara að snúa þér að því að fara að hugsa um það að skrifa eins og maður en ekki fara eftir skítlegu eðli þinna ritstjóra og annarra manna sem í kringum ykkur eru,“ segir Ólafur H. Jónsson meðal annars. Álfheiður Ingadóttir segir að í lögum um þjóðgarðinn séu mjög skýr ákvæði um að almenningi eigi að vera heimil för um þjóðgarðinn. „Þetta er þjóðgarður og hann er eign okkar allra Íslendinga,“ segir formaður Þingvallanefndar og upplýsir að nefndin hafi samþykkt árið 2003 að lóðin við gamla SÍBS-bústaðinn verði minnkuð niður í einn hektara við næstu endurskoðun lóðaleigusamningsins sem vera eigi um mitt næsta ár. gar@frettabladid. Ólafur H. Jónsson Álfheiður Ingadóttir Hengilás Nær bústaðnum er annað hlið með hengilás.Fréttablaðið/Vilhelm
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira