Enski boltinn

Riley viðurkenndi að hafa gert mistök

NordicPhotos/GettyImages
Enska dagblaðið Daily Mail greinir frá því í dag að dómarinn Mike Riley hafi viðurkennt fyrir enska knattspyrnusambandinu að hafa gert mistök þegar hann rak Frank Lampard leikmann Chelsea af velli í leiknum gegn Liverpool í úrvalsdeildinni á sunnudag.

Sambandið tekur afstöðu í málinu í dag og er búist við að rauða spjaldið sem Lampard fékk verði dregið til baka. Verði það gert sleppur hann við að taka út þriggja leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×