Innlent

Gæðingar á þunnum ís

Pjetur Sigurðsson ljósmyndari náði þessari einstæðu mynd í þann mund sem ísinn brestur undan hrossunum.
Pjetur Sigurðsson ljósmyndari náði þessari einstæðu mynd í þann mund sem ísinn brestur undan hrossunum. MYND/Pjetur

Betur fór en á horfðist þegar ísinn á Tjörninni í Reykjavík brast undan gæðingum sem þar voru komnir til þess að taka þá í hestasýningu. Fram fór kynning á Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum og stóð til að láta gæðingana tölta um ísilagða Tjörnina.







Þungi hestanna reyndist þó of mikill fyrir klakabrynjuna á Tjörninni og því fór sem fór. Ekki er vitað til þess að gæðingunum hafi orðið meint af volkinu en mikið átak þurfti til að koma þeim á þurrt.







Það tókst þó að lokum og ekki þurfti aðstoð slökkviliðsins sem mætti á staðinn stuttu eftir að allir hestarnir voru komnir upp úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×