Fótbolti

Barcelona í úrslit á HM félagsliða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi fagnar í dag.
Messi fagnar í dag.

Evrópumeistarar Barcelona tryggðu sér í dag sæti í úrslitum á HM félagsliða er liðið lagði mexíkósku meistarana Atlante, 3-1.

Guillermo Rojas kom mexíkóska liðinu óvænt yfi eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Barca var smá tíma í gang en fann loksins taktinn. Sergio Busquets jafnaði leikinn fyrir spænsku meistarana. Lionel Messi kom þeim yfir og Pedro gulltryggði sigurinn.

Barca mætir Estudientes í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×