Innlent

Agnes: FME rannsaki bankamenn frekar en blaðamenn

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að Fjármálaeftirlitið ætti fremur að rannsaka bankamenn en þá sem fjalla um þá. Fjármálaeftirlitið telur að hún og annar blaðamaður Morgunblaðsins hafi brotið gegn bankaleynd. Eftirlitið átti sjálft frumkvæði að málinu. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir þetta tilraun til að kúga blaðamenn til þagnar.

Fjármálaeftirlitið telur að tveir blaðamenn Morgunblaðsins, Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórðarson, hafi brotið gegn bankaleynd með því að birta fréttir úr lánagbókum Glitnis og Kaupþings. Í bréfi sem þau fengu boðsent frá Fjármálaeftlitinu í gær, á fínum pappír, segir að þungar sektir eða fangelsi geti varðað við brotunum.

„Þetta eru allt upplýsingar sem verða almannahag. Þetta eru allt upplýsingar sem skipta gífurlegu máli. Þetta sýnir fram á svo ekki verði um villst að að stærstu eigendur og stjórnendur þessara banka, annars vegar Glitni og hins vegar Kaupþing, voru að valsa um sjóði bankanna með þeim hætti á skítugum skónum að það stórskaðaði allan almenning. Er ekki betra að upplýsa hvers vegna það var gert heldur en að ráðast á boðberann sem er að flytja þessi tíðindi," segir Agnes.

Samkvæmt upplýsingum tók Fjármálaeftirlitið málið upp hjá sjálfu sér. Ráðsmenn eftirlitsins vildu hins vegar ekki veita viðtal í dag.Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.