Arsenal tókst ekki að vinna Sunderland 21. febrúar 2009 16:54 Adrei Arshavin NordicPhotos/GettyImages Arsenal missti af mikilvægum stigum í dag þegar liðiði gerði 0-0 jafntefli við Sunderland á Emirates. Þetta var þriðja markalausa jafntefli Arsenal í röð. Tap Aston Villa fyrir Chelsea í dag færði Arsenal kjörið tækifæri til að saxa á forskot Villa. Andrei Arshavin var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal og sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik en leikmenn náðu ekki að nýta færin sín. Sunderland varðist af miklum móð í síðari hálfleik og reyndi lítið að sækja og náði að uppskera jafnteflið sem liðið sóttist eftir. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og átti stóran þátt í því að liðið náði 2-2 jafntefli við Stoke á útivelli. Niko Kranjcar kom Portsmouth yfir á 75. mínútu en tvö mörk frá James Beattie virtust hafa tryggt Stoke 2-1 sigur þegar kappinn skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Ryan Shawcross varð hinsvegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í blálokin þegar hann blakaði fyrirgjöf Hermanns Hreiðarssonar í eigið net. Bolton vann góðan 2-1 sigur á West Ham á heimavelli sínum þar sem góð byrjun heimamanna gerði út um leikinn. Fyrst skoraði Matty Taylor laglegt mark beint úr aukaspyrnu á tíundu mínutu og aðeins mínútu síðar kom Kevin Davies liðinu í 2-0. Grétar Rafn Steinsson var að venju í byrjunarliði Bolton en West Ham vaknaði loksins til lífsins eftir að hafa lent undir og náði Scott Parker að jafna metin á 66. mínútu. Lengra komust West Ham menn þó ekki og Bolton vann gríðarlega mikilvægan sigur sem kemur liðinu úr bráðustu fallhættu. Loks setti Middlesbrough félagsmet með 14 leikinum í röð án sigurs þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wigan. Innan við tíu þúsund áhorfendur komu að fylgjast með heillum horfnu liði Boro spila enn einn bragðdaufan leikinn, en það voru einna helst slæm meiðsli Didier Digard sem settu svip á leikinn. Digard var fluttur illa meiddur af velli eftir harða tæklingu frá fyrrum Boro-manninum Lee Cattermole. Úrslitin í dag: Arsenal 0 - 0 Sunderland Bolton 2 - 1 West Ham 1-0 M. Taylor ('10) 2-0 K. Davies ('11) 2-1 S. Parker ('66)Stoke City 2 - 2 Portsmouth 0-1 N. Kranjcar ('75) 1-1 J. Beattie ('78, víti) 2-1 J. Beattie ('80) 2-2 R. Shawcross ('90, sjm) Middlesbrough 0 - 0 Wigan Enski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Arsenal missti af mikilvægum stigum í dag þegar liðiði gerði 0-0 jafntefli við Sunderland á Emirates. Þetta var þriðja markalausa jafntefli Arsenal í röð. Tap Aston Villa fyrir Chelsea í dag færði Arsenal kjörið tækifæri til að saxa á forskot Villa. Andrei Arshavin var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal og sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik en leikmenn náðu ekki að nýta færin sín. Sunderland varðist af miklum móð í síðari hálfleik og reyndi lítið að sækja og náði að uppskera jafnteflið sem liðið sóttist eftir. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og átti stóran þátt í því að liðið náði 2-2 jafntefli við Stoke á útivelli. Niko Kranjcar kom Portsmouth yfir á 75. mínútu en tvö mörk frá James Beattie virtust hafa tryggt Stoke 2-1 sigur þegar kappinn skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Ryan Shawcross varð hinsvegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í blálokin þegar hann blakaði fyrirgjöf Hermanns Hreiðarssonar í eigið net. Bolton vann góðan 2-1 sigur á West Ham á heimavelli sínum þar sem góð byrjun heimamanna gerði út um leikinn. Fyrst skoraði Matty Taylor laglegt mark beint úr aukaspyrnu á tíundu mínutu og aðeins mínútu síðar kom Kevin Davies liðinu í 2-0. Grétar Rafn Steinsson var að venju í byrjunarliði Bolton en West Ham vaknaði loksins til lífsins eftir að hafa lent undir og náði Scott Parker að jafna metin á 66. mínútu. Lengra komust West Ham menn þó ekki og Bolton vann gríðarlega mikilvægan sigur sem kemur liðinu úr bráðustu fallhættu. Loks setti Middlesbrough félagsmet með 14 leikinum í röð án sigurs þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wigan. Innan við tíu þúsund áhorfendur komu að fylgjast með heillum horfnu liði Boro spila enn einn bragðdaufan leikinn, en það voru einna helst slæm meiðsli Didier Digard sem settu svip á leikinn. Digard var fluttur illa meiddur af velli eftir harða tæklingu frá fyrrum Boro-manninum Lee Cattermole. Úrslitin í dag: Arsenal 0 - 0 Sunderland Bolton 2 - 1 West Ham 1-0 M. Taylor ('10) 2-0 K. Davies ('11) 2-1 S. Parker ('66)Stoke City 2 - 2 Portsmouth 0-1 N. Kranjcar ('75) 1-1 J. Beattie ('78, víti) 2-1 J. Beattie ('80) 2-2 R. Shawcross ('90, sjm) Middlesbrough 0 - 0 Wigan
Enski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira