Enski boltinn

Arsenal tókst ekki að vinna Sunderland

Adrei Arshavin
Adrei Arshavin NordicPhotos/GettyImages

Arsenal missti af mikilvægum stigum í dag þegar liðiði gerði 0-0 jafntefli við Sunderland á Emirates. Þetta var þriðja markalausa jafntefli Arsenal í röð.

Tap Aston Villa fyrir Chelsea í dag færði Arsenal kjörið tækifæri til að saxa á forskot Villa. Andrei Arshavin var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal og sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik en leikmenn náðu ekki að nýta færin sín. Sunderland varðist af miklum móð í síðari hálfleik og reyndi lítið að sækja og náði að uppskera jafnteflið sem liðið sóttist eftir.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og átti stóran þátt í því að liðið náði 2-2 jafntefli við Stoke á útivelli.

Niko Kranjcar kom Portsmouth yfir á 75. mínútu en tvö mörk frá James Beattie virtust hafa tryggt Stoke 2-1 sigur þegar kappinn skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Ryan Shawcross varð hinsvegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í blálokin þegar hann blakaði fyrirgjöf Hermanns Hreiðarssonar í eigið net.

Bolton vann góðan 2-1 sigur á West Ham á heimavelli sínum þar sem góð byrjun heimamanna gerði út um leikinn.

Fyrst skoraði Matty Taylor laglegt mark beint úr aukaspyrnu á tíundu mínutu og aðeins mínútu síðar kom Kevin Davies liðinu í 2-0.

Grétar Rafn Steinsson var að venju í byrjunarliði Bolton en West Ham vaknaði loksins til lífsins eftir að hafa lent undir og náði Scott Parker að jafna metin á 66. mínútu.

Lengra komust West Ham menn þó ekki og Bolton vann gríðarlega mikilvægan sigur sem kemur liðinu úr bráðustu fallhættu.

Loks setti Middlesbrough félagsmet með 14 leikinum í röð án sigurs þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wigan.

Innan við tíu þúsund áhorfendur komu að fylgjast með heillum horfnu liði Boro spila enn einn bragðdaufan leikinn, en það voru einna helst slæm meiðsli Didier Digard sem settu svip á leikinn. Digard var fluttur illa meiddur af velli eftir harða tæklingu frá fyrrum Boro-manninum Lee Cattermole.

Úrslitin í dag:

Arsenal 0 - 0 Sunderland



Bolton 2 - 1 West Ham

1-0 M. Taylor ('10)

2-0 K. Davies ('11)

2-1 S. Parker ('66)

Stoke City 2 - 2 Portsmouth

0-1 N. Kranjcar ('75)

1-1 J. Beattie ('78, víti)

2-1 J. Beattie ('80)

2-2 R. Shawcross ('90, sjm)



Middlesbrough 0 - 0 Wigan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×