Innlent

Allt kapp lagt á að uppræta svik á vinnumarkaði

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. Mynd/Anton Brink
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafa ákveðið að auka verulega samstarf Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar til þess að sporna gegn svikum á atvinnuleysisbótum og svokallaðri svartri vinnu sem ætla má að fram fari í einhverjum mæli sem stendur, að fram kemur í tilkynningu. Þar segir að allt kapp verði lagt á uppræta slíka starfsemi.

Ráðherrarnir leggja mikla áherslu á þetta verkefni, enda sé með svikum af þessu tagi vegið að sameiginlegu velferðarkerfi landsmanna sem greitt er af skattgreiðendum.

„Ekki er hægt að líða á samdráttar- og niðurskurðartímum sem þessum að fólk þiggi bætur og sinni launuðum störfum á sama tíma og verður allt kapp lagt á að uppræta slíka háttsemi. Vert er að minna á að misnotkun á bótarétti og undandráttur tekna kann að varða refsingu og sviptingu réttinda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×