Tvöföldun Vesturlandsvegar brýnni en Vaðlaheiði 3. júlí 2009 04:45 Um 4,8 milljónir bíla keyra um veginn á ári. Sjö banaslys hafa orðið á veginum frá Reykjavík til Borgarness á síðustu sex árum.fréttablaðið/rósa „Það er mjög bagalegt fyrir umferðaröryggi ef fresta á aðgerðum á Suður- og Vesturlandsvegi," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU). Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarráð Mosfellsbæjar mótmæla harðlega forgangsröðun verkefna samgönguráðherra í vegagerð. Bæjarráðið vill að tvöföldun á Vesturlandsvegi, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi, verði í forgangi. „Þörfin fyrir vegbætur er mun brýnni þar en á Vaðlaheiði," segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Engin forgangsröðun hefur átt sér stað, samkvæmt Kristjáni Möller samgönguráðherra í Fréttablaðinu í gær. Kristján hefur hins vegar sagt að undirbúningur Vaðlaheiðarganga sé langt á veg kominn og verkið sé tilbúið til forvals. Undirbúningur verka á höfuðborgarsvæðinu sé styttra á veg kominn. „Þetta er einfaldlega rangt. Öll gögn voru tilbúin á framkvæmdum við kaflann og til stóð að bjóða verkið út í júlí," segir Haraldur. Ágúst segir RNU leggja mikla áherslu á að næstu skref í umferðaröryggismálum séu á Suður- og Vesturlandsvegi, þar séu flest banaslys. Nefndin hefur ekki fjallað um öryggi við Vaðlaheiði. Tólf banaslys voru á Suðurlandsvegi, á kaflanum Reykjavík-Selfoss, árin 2002-2008 og sjö á Vesturlandsvegi, á kaflanum Reykjavík-Borgarnes, samkvæmt skýrslu RNU. Eitt banaslys var á veginum um Víkurskarð, sem Vaðlaheiðargöng eiga að koma í staðinn fyrir, á þessu tímabili, samkvæmt Vegagerðinni. Sem dæmi um hversu dýr framkvæmd Vaðlaheiðargöng eru keyra um 1.190 bílar á dag um vegkaflann sem göngin leysa af hólmi, samkvæmt Vegagerðinni. Það eru 434 þúsund bílar á ári, ellefu sinnum færri en fara um Vesturlandsveg. Áætlaður kostnaður við göngin, sem eru um 7,5 kílómetrar, er um tíu milljarðar, samkvæmt Vegagerðinni. Framkvæmdin tekur allt að fjögur ár og kostar um 2,5 milljarða á ári. Um 13 þúsund bílar keyra vegkaflann á Vesturlandsvegi á dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Það eru 4,8 milljónir bíla á ári. Framkvæmdin kostar um 450 milljónir og því gerir það um 94 krónur á hvern bíl á ári. Vegurinn er um tveir kílómetrar. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi funduðu með samgönguráðherra í fyrradag og vildu að breikkun Suðurlandsvegar yrði í forgangi. Bjóða átti fyrsta kaflann út í sumar sem liggur frá Litlu kaffistofunni að Reykjavík, um sex kílómetra. Gert er ráð fyrir að kostnaður sé um 1.200 milljónir. Á ári keyra um 2,96 milljónir bíla á vegarkaflanum. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
„Það er mjög bagalegt fyrir umferðaröryggi ef fresta á aðgerðum á Suður- og Vesturlandsvegi," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU). Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarráð Mosfellsbæjar mótmæla harðlega forgangsröðun verkefna samgönguráðherra í vegagerð. Bæjarráðið vill að tvöföldun á Vesturlandsvegi, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi, verði í forgangi. „Þörfin fyrir vegbætur er mun brýnni þar en á Vaðlaheiði," segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Engin forgangsröðun hefur átt sér stað, samkvæmt Kristjáni Möller samgönguráðherra í Fréttablaðinu í gær. Kristján hefur hins vegar sagt að undirbúningur Vaðlaheiðarganga sé langt á veg kominn og verkið sé tilbúið til forvals. Undirbúningur verka á höfuðborgarsvæðinu sé styttra á veg kominn. „Þetta er einfaldlega rangt. Öll gögn voru tilbúin á framkvæmdum við kaflann og til stóð að bjóða verkið út í júlí," segir Haraldur. Ágúst segir RNU leggja mikla áherslu á að næstu skref í umferðaröryggismálum séu á Suður- og Vesturlandsvegi, þar séu flest banaslys. Nefndin hefur ekki fjallað um öryggi við Vaðlaheiði. Tólf banaslys voru á Suðurlandsvegi, á kaflanum Reykjavík-Selfoss, árin 2002-2008 og sjö á Vesturlandsvegi, á kaflanum Reykjavík-Borgarnes, samkvæmt skýrslu RNU. Eitt banaslys var á veginum um Víkurskarð, sem Vaðlaheiðargöng eiga að koma í staðinn fyrir, á þessu tímabili, samkvæmt Vegagerðinni. Sem dæmi um hversu dýr framkvæmd Vaðlaheiðargöng eru keyra um 1.190 bílar á dag um vegkaflann sem göngin leysa af hólmi, samkvæmt Vegagerðinni. Það eru 434 þúsund bílar á ári, ellefu sinnum færri en fara um Vesturlandsveg. Áætlaður kostnaður við göngin, sem eru um 7,5 kílómetrar, er um tíu milljarðar, samkvæmt Vegagerðinni. Framkvæmdin tekur allt að fjögur ár og kostar um 2,5 milljarða á ári. Um 13 þúsund bílar keyra vegkaflann á Vesturlandsvegi á dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Það eru 4,8 milljónir bíla á ári. Framkvæmdin kostar um 450 milljónir og því gerir það um 94 krónur á hvern bíl á ári. Vegurinn er um tveir kílómetrar. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi funduðu með samgönguráðherra í fyrradag og vildu að breikkun Suðurlandsvegar yrði í forgangi. Bjóða átti fyrsta kaflann út í sumar sem liggur frá Litlu kaffistofunni að Reykjavík, um sex kílómetra. Gert er ráð fyrir að kostnaður sé um 1.200 milljónir. Á ári keyra um 2,96 milljónir bíla á vegarkaflanum.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira