Skúli Helga: Skýr vilji til að draga úr launakostnaði Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 3. júlí 2009 11:51 Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar „Menn hafa í sjálfu sér ekki sest niður og brugðist við þessum tíðindum," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í vikunni kom fram að meira en 400 ríkisstarfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra, það er 935.000 krónur á mánuði. Þar af eru 340 heilbrigðisstarfsmenn. Hann segir það hafa komið á óvart um hversu stóran hóp fólks var að ræða, en látið hefði verið að því liggja að hálaunafólk í þjónustu ríkisins hlypi á tugum en ekki hundruðum. „Það eru að hluta til ákveðnar málefnalegar ástæður fyrir þessu. Það myndi til dæmis hafa veruleg áhrif ef menn myndu lækka laun skurðlækna mikið, þjónustan myndi skerðast," segir Skúli. Hann segir þó skýran pólitískan vilja Samfylkingarinnar að draga úr launakostnaði ríkisins, sérstaklega í hópi þeirra hæst launuðu. Talið er að hægt sé að spara allt að einn og hálfan milljarð ef öll laun væru lækkuð til jafns við laun forsætisráðherra. Hvers kyns launalækkanir gætu hins vegar reynst flóknar í framkvæmd. „Það er auðvitað svo gríðarlegur fjöldi kjarasamninga svo það er ákveðið útfærsluatriði hvernig það verður gert. Það er ljóst að ekki er hægt að nota sömu aðferðafræðina alls staðar," segir Skúli og nefnir sem dæmi að hægt væri að taka út aukagreiðslur eða minnka yfirvinnu. Kauptaxtar í kjarasamningum verði hins vegar látnir ósnertir. Tengdar fréttir Yfir 300 læknar með hærri laun en forsætisráðherra Nær 340 læknar á launaskrá hins opinbera eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Það er 935.000 kr. á mánuði í laun. Ef laun þessara lækna væru lækkuð niður í laun forsætisráðherra mætti spara 1,5 milljarð kr. á hverju ári. 1. júlí 2009 19:58 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Menn hafa í sjálfu sér ekki sest niður og brugðist við þessum tíðindum," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í vikunni kom fram að meira en 400 ríkisstarfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra, það er 935.000 krónur á mánuði. Þar af eru 340 heilbrigðisstarfsmenn. Hann segir það hafa komið á óvart um hversu stóran hóp fólks var að ræða, en látið hefði verið að því liggja að hálaunafólk í þjónustu ríkisins hlypi á tugum en ekki hundruðum. „Það eru að hluta til ákveðnar málefnalegar ástæður fyrir þessu. Það myndi til dæmis hafa veruleg áhrif ef menn myndu lækka laun skurðlækna mikið, þjónustan myndi skerðast," segir Skúli. Hann segir þó skýran pólitískan vilja Samfylkingarinnar að draga úr launakostnaði ríkisins, sérstaklega í hópi þeirra hæst launuðu. Talið er að hægt sé að spara allt að einn og hálfan milljarð ef öll laun væru lækkuð til jafns við laun forsætisráðherra. Hvers kyns launalækkanir gætu hins vegar reynst flóknar í framkvæmd. „Það er auðvitað svo gríðarlegur fjöldi kjarasamninga svo það er ákveðið útfærsluatriði hvernig það verður gert. Það er ljóst að ekki er hægt að nota sömu aðferðafræðina alls staðar," segir Skúli og nefnir sem dæmi að hægt væri að taka út aukagreiðslur eða minnka yfirvinnu. Kauptaxtar í kjarasamningum verði hins vegar látnir ósnertir.
Tengdar fréttir Yfir 300 læknar með hærri laun en forsætisráðherra Nær 340 læknar á launaskrá hins opinbera eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Það er 935.000 kr. á mánuði í laun. Ef laun þessara lækna væru lækkuð niður í laun forsætisráðherra mætti spara 1,5 milljarð kr. á hverju ári. 1. júlí 2009 19:58 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Yfir 300 læknar með hærri laun en forsætisráðherra Nær 340 læknar á launaskrá hins opinbera eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Það er 935.000 kr. á mánuði í laun. Ef laun þessara lækna væru lækkuð niður í laun forsætisráðherra mætti spara 1,5 milljarð kr. á hverju ári. 1. júlí 2009 19:58