Foreldrar hlynntir styttingu skólaársins 3. júlí 2009 03:00 Skoðanakönnun Heimilis og skóla gefur sterkar vísbendingar um að foreldrar vilji stytta skólaárið, svo lengi sem það kemur ekki niður á gæðum námsins.fréttablaðið/vilhelm Ný skoðanakönnun Heimilis og skóla bendir til að meirihluti foreldra grunnskólabarna sé hlynntur því að skólaárið verði stytt sem bráðabirgðalausn á fjárhagsvanda sveitarfélaganna. Menntamálaráðherra hefur hafnað því að leggja fram frumvarp um styttingu skólaársins, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur gert að tillögu sinni, nema með fullri sátt við Kennarasamband Íslands (KÍ), sem hefur áður hafnað hugmyndinni staðfastlega. SÍS hefur að undanförnu reynt að vinna svokallaðri fimm prósent leið brautargengi, en hún gengur út á að starfsfólk sveitarfélaganna taki á sig fimm prósenta launaskerðingu mót tíu daga frítöku á ári. Útfærsla þessarar leiðar innan grunnskólanna væri að stytta skólaárið úr 180 í 170 daga. SÍS fundaði með menntamálanefnd Alþingis á þriðjudag. Í greinargerð sem SÍS tók saman fyrir nefndina kemur fram að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir á fundi með SÍS í byrjun júní „að ekki yrði lagt fram frumvarp um fækkun skóladaga nema í fullri sátt við KÍ", eins og segir í greinargerðinni. Halldór Halldórsson, formaður SÍS og bæjarstjóri á Ísafirði, segir að með þessu hafi hugmyndin verið gott sem slegin út af borðinu með afstöðu ríkisvaldsins. „Ef við fáum ekki menntamálaráðherra til að vinna að þessu með okkur á þessum nótum þá verðum við að finna nýjar leiðir." Halldór segir dæmið mjög einfalt ef nýjar hugmyndir sem skila verulegri lækkun kostnaðar innan sveitarfélaganna koma ekki fram. „Þetta þýðir töpuð störf, það er algjörlega ljóst. Þá verður að fækka stofnunum sveitarfélaga og segja upp starfsfólki." Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, segir að félagið hafi gert könnun á meðal þrjú þúsund foreldra til að grennslast fyrir um viðhorf foreldra til styttingar skólaársins. „Foreldrar eru hlynntir styttingu skólaársins, fremur en að skera niður aðra grunnþjónustu innan sveitarfélaganna. Í fyrirspurnum til okkar kemur þessi afstaða einnig sterkt fram." Úrvinnsla gagna úr könnunni stendur enn yfir og niðurstöður hennar verða birtar síðar, auk þess sem ítarlegri viðbótarkönnun verður gerð á haustmánuðum. Sjöfn segir jafnframt að hafa beri í huga hversu ólík sveitarfélögin eru og þarfir íbúanna þess vegna; það komi greinilega fram í afstöðu þeirra sem spurðir voru. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Ný skoðanakönnun Heimilis og skóla bendir til að meirihluti foreldra grunnskólabarna sé hlynntur því að skólaárið verði stytt sem bráðabirgðalausn á fjárhagsvanda sveitarfélaganna. Menntamálaráðherra hefur hafnað því að leggja fram frumvarp um styttingu skólaársins, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur gert að tillögu sinni, nema með fullri sátt við Kennarasamband Íslands (KÍ), sem hefur áður hafnað hugmyndinni staðfastlega. SÍS hefur að undanförnu reynt að vinna svokallaðri fimm prósent leið brautargengi, en hún gengur út á að starfsfólk sveitarfélaganna taki á sig fimm prósenta launaskerðingu mót tíu daga frítöku á ári. Útfærsla þessarar leiðar innan grunnskólanna væri að stytta skólaárið úr 180 í 170 daga. SÍS fundaði með menntamálanefnd Alþingis á þriðjudag. Í greinargerð sem SÍS tók saman fyrir nefndina kemur fram að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir á fundi með SÍS í byrjun júní „að ekki yrði lagt fram frumvarp um fækkun skóladaga nema í fullri sátt við KÍ", eins og segir í greinargerðinni. Halldór Halldórsson, formaður SÍS og bæjarstjóri á Ísafirði, segir að með þessu hafi hugmyndin verið gott sem slegin út af borðinu með afstöðu ríkisvaldsins. „Ef við fáum ekki menntamálaráðherra til að vinna að þessu með okkur á þessum nótum þá verðum við að finna nýjar leiðir." Halldór segir dæmið mjög einfalt ef nýjar hugmyndir sem skila verulegri lækkun kostnaðar innan sveitarfélaganna koma ekki fram. „Þetta þýðir töpuð störf, það er algjörlega ljóst. Þá verður að fækka stofnunum sveitarfélaga og segja upp starfsfólki." Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, segir að félagið hafi gert könnun á meðal þrjú þúsund foreldra til að grennslast fyrir um viðhorf foreldra til styttingar skólaársins. „Foreldrar eru hlynntir styttingu skólaársins, fremur en að skera niður aðra grunnþjónustu innan sveitarfélaganna. Í fyrirspurnum til okkar kemur þessi afstaða einnig sterkt fram." Úrvinnsla gagna úr könnunni stendur enn yfir og niðurstöður hennar verða birtar síðar, auk þess sem ítarlegri viðbótarkönnun verður gerð á haustmánuðum. Sjöfn segir jafnframt að hafa beri í huga hversu ólík sveitarfélögin eru og þarfir íbúanna þess vegna; það komi greinilega fram í afstöðu þeirra sem spurðir voru.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira